Barnavernd óskar eftir stuðningsfjölskyldum

Barnavernd Ísafjarðarbæjar óskar eftir stuðningsfjölskyldum og heimilum sem geta tekið við börnum til skemmri tíma samkvæmt 84. og 85. gr. barnaverndarlaga 80/2002.

Heimili til móttöku barna í skemmri tíma

Heimili sem taka á móti börnum í skemmri tíma, þar með talið í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra meðan starfsmenn kanna málið frekar. Þaðan fer barnið svo aftur heim eða í viðeigandi úrræði.

Stuðningsfjölskyldur

Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning, gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum og styrkja stuðningsnet þeirra.

Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur.

Hægt er að kynna sér ferlið og sækja um að gerast stuðningsfjölskylda hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.


Greitt er fyrir þjónustuna með verktakagreiðslum.

Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri barnaverndar, Dagný Sif Snæbjarnardóttir, dagnysn@isafjordur.is.