534. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 534. fundar fimmtudaginn 16. maí kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu og á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2023 - 2024010197
Bæjarstjóri leggur fram til síðari umræðu ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2023.
Fyrri umræða fór fram 2. maí 2024.

2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - ferliþjónusta og framkvæmdir á áætlun - 2024040018
Tillaga frá 1284. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar varðandi framkvæmdaáætlun 2024.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er enginn og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 186.218.188,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er enginn og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 505.500.000,-.

3. Nefndarmenn 2022-2026 - yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir - 2022050135
Kosning varamanns í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar, og í undirkjörstjórnir Ísafjarðarbæjar.
Tillaga forseta um að Steingrímur Rúnar Guðmundsson verði kosinn varamaður í yfirkjörstjórn, í stað Önnu Ragnheiður Grétarsdóttur og að undirkjörstjórnir verði kosnar samkvæmt framlögðum lista.

4. Sláttur opinna svæða 2024 - útboð - 2023110022
Tillaga frá 1284. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki að taka tilboði Kjarnasögunar ehf. í slátt opinna svæða 2024.

5. Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013
Tillaga frá 1284. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki að taka tilboði Tjalds ehf. í rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal.

6. Hlíðarvegur 1, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050018
Tillaga frá 630. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Hlíðarveg 1 á Ísafirði, skv. mæliblaði tæknideildar, dags. 10. maí 2024.

7. Suðurtangi 8 (áður 7) á Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050019
Tillaga frá 630. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Suðurtanga 8 á Ísafirði, skv. mæliblaði tæknideildar, dags. 10. maí 2024.
Auk þessa leggur forseti til að nýr lóðarleigusamningur lúti jafnframt að stækkun lóðarinnar sunnan megin við fasteignina skv. framlögðu mæliblaði.

8. Umsókn um að nýta tún í Engidal við Réttarholtskirkjugarð - 2024020021
Tillaga frá 630. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki að Kristján Ólafsson fái til afnota svæði C og D í Engidal til 5 ára.

Fundargerðir til kynningar

9. Bæjarráð - 1283 - 2405001F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1283. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. maí 2024.
Fundargerðin er í átta liðum.

10. Bæjarráð - 1284 - 2405005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1284. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 13. maí 2024.
Fundargerðin er í ellefu liðum.

11. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 630 - 2404026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 630. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. maí 2024.
Fundargerðin er í 13 liðum.

12. Starfshópur um málefni leikskóla - 5 - 2404014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar starfshóps um málefni leikskóla, en fundur var haldinn 17. apríl 2024.
Fundargerðin er í einum lið.

13. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 147 - 2405002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 7. maí 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.