531. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 531. fundar fimmtudaginn 4. apríl kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26 - 2024010076
Tillaga frá 251. fundi hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 20. mars 2024, um að bæjarstjórn samþykki stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar.

2. Kaup á húsnæði fyrir Ísafjarðarhöfn / viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024 - 2023010240
Tillaga frá 251. fundi hafnarstjórnar, sem haldinn var 20. mars 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 1 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 vegna kaupa á húsnæði við Suðurgötu 8 á Ísafirði, en kauptilboð er 85 m.kr., greitt í tveimur greiðslum, samþykkt með fyrirvara.

Fundargerðir til kynningar

3. Bæjarráð - 1278 - 2403025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1278. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 25. mars 2024.
Fundargerðin er í 13 liðum.

4. Hafnarstjórn - 251 - 2403020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 251. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 20. mars 2024
Fundargerðin er í fimm liðum.

5. Starfshópur um málefni leikskóla - 4 - 2403018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar starfshóps um málefni leikskóla, en fundur var haldinn 20. mars 2024
Fundargerðin er í einum lið.