Bæjarstjórn hefur samþykkt hækkun álagningahlutfalls útsvars fyrir árið 2024 um 0,23%, þannig að það verði 14,97%. Tekjuskattur einstaklinga lækkar um sama hlutfall og hefur breytingin því ekki áhrif á heildarstaðgreiðslu íbúa.
Fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd sameinast í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd hafa verið sameinaðar í nýja nefnd; skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd. Nefndin tekur til starfa á nýju ári.
Bæjarráð: Tekið undir áskorun almannavarnarnefndar vegna farsímasambands
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps um að bæta þurfi farsíma- og tetrasamband á vegum Vestfjarða.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 verður útnefndur á veitingastaðnum Logni á Hótel Ísafirði þann 13. janúar 2024 kl. 13:00. Tíu íþróttamenn eru tilnefndir í ár.