Vinna við viðgerð á sundlauginni á Þingeyri heldur áfram og er búið að panta aðföng vegna dúkskipta á lauginni. Áætlað er að efnið verði komið til landsins mánaðarmótin janúar/febrúar og mun vinna hefjast um miðjan febrúar og taka um viku.
Við könnun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á neysluvatni á Þingeyri sem framkvæmd var þann 28. nóvember fundust saurgerlar (E.coli) í vatninu. Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.
Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna 2023
Ísafjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna árið 2023.
Síðasti dagur til að skila umsókn um styrk fyrir árið 2023 er 6. desember.