Sorpmál: Svona flokkum við

Leiðbeiningar um sorpflokkun ættu að berast inn á hvert heimili í Ísafjarðarbæ á næstu dögum. Markmiðið er að gera enn betur í flokkun úrgangs en hingað til, til að endurvinna sem mest og minnka eins og kostur er það rusl sem þarf að urða, bæði vegna efnahags- og umhverfissjónarmiða.

Leiðbeiningarnar eru útlistaðar hér fyrir neðan en skjalið sem er borið út má einnig nálgast hér: 

Leiðbeiningar fyrir sorpflokkun (íslenska, enska og pólska)

Hafi íbúar spurningar er varða flokkun, sorphirðu og önnur úrgangstengd mál er hægt að senda fyrirspurn á sorphirda@isafjordur.is


Á hverju heimili er fjórum úrgangsflokkum safnað:

Merki fyrir söfnun lífúrgangsMatarleifar
Í niðurbrjótanlegum pokum, til dæmis: Eldað kjöt og fiskur, brauð, sælgæti, grænmeti, ávextir og kaffikorgur. Ekki bein.

Merki fyrir söfnun pappírsPappír og pappi
Til dæmis pappírsumbúðir, bréfpokar, pítsukassar, skókassar, dagblöð og tímarit. Ekki plast.

Merki fyrir söfnun plasts
Plastumbúðir
Skolaðar plastumbúðir, til dæmis: Utan af matvælum, hreinlætisvörum og öðru plasti úr eldhúsi eða baðherbergi. Ekki málmar.

Merki fyrir söfnun blandaðs úrgangs
Blandaður úrgangur
Allt sem ekki er hægt að endurvinna, til dæmis: Dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur,
hundaskítur og bein.


Úrgangurinn er flokkaður í tvær tvískiptar tunnur, önnur fyrir pappír og plast, hin fyrir matarleifar og blandaðan úrgang.

Tvær sorptunnur með innri hólfum. Örvar leiðbeina hvaða sorpflokkur á að fara í hvaða hólf.

Grenndargámar

Grenndargámar eru fyrir endurvinnanlegan úrgang sem ekki er hægt að flokka í heimilistunnurnar — gler, málma og textíl.

Flokkunarmerki fyrir gler
Gler
Til dæmis flöskur og krukkur úr gleri. Ílát þurfa að vera tóm og hrein og fara beint í gáminn, ekki í pokum. Lok og tappar flokkast með málmum eða plasti eftir því sem við á. Ekki postulín, keramik eða önnur steinefni.

Flokkunarmynd fyrir málma
Málmar
Málmar og málmumbúðir, til dæmis niðursuðudósir og málmtappar. Ílát þurfa að vera tóm og hrein og fara beint í gáminn, ekki í pokum. Ekki raftæki, gaskútar eða kolsýruhylki.

Flokkunarmerki fyrir textíl
Textíll
Föt og klæði. Textíllinn er sendur til endurvinnslu og úr honum framleiddar tuskur og teppi, svo eitthvað sé nefnt.


Staðsetningar grenndargáma:

  • Við íþróttahúsið á Flateyri (sjá á korti)
  • Á Landsbankaplaninu á Ísafirði (sjá á korti)
  • Við Grunnskólann á Suðureyri (sjá á korti)
  • Við húsnæði Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri (sjá á korti)
  • Við Bónus á Ísafirði (sjá á korti)
    Hvað með allt hitt? Það sem ekki er hægt að flokka við heimili og á grenndarstöðvum, til dæmis timbur, spilliefni, múrbrot og fleira, fer í móttökustöðina Funa í Skutulsfirði eða á söfnunarstöðvar gámabíls á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.

Móttökustöð og söfnunarstöðvar

Móttökustöðin Funi
Móttökustöðin Funi í Engidal er opin alla virka daga kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum kl. 12-16.

Söfnunarstöðvar
Gámabílar koma á söfnunarstöðvarnar á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri samkvæmt eftirfarandi áætlun:

Gámabíll Flateyri
Þriðjudagur 15-16
Fimmtudagur 15-16 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 13-14

Gámabíll Suðureyri
Þriðjudagur 16:30-17:30
Fimmtudagur 16:30-17:30 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 14:30-15:30

Gámabíll Þingeyri
Þriðjudagur 13-14
Fimmtudagur 13-14 frá 1. júní til 31. ágúst
Laugardagur 11-12