Flateyrarlaug

Sundlaug, nuddpottur og gufubað innanhúss, en nýjar heitar vaðlaugar eru utanhúss. Sambyggt íþróttahús og þreksalur.

Sumarið 2020 verður unnið að viðgerð á þaki sundlaugarinnar á Flateyri og verður hún því lokuð meirihluta sumars. Áætluð verklok á viðgerð á þaki eru 15. september. Á verktíma hafa komið upp stór aukaverk, svo sem að skipta um glugga, loftræstingu og lagnir og lengja þessi verk framkvæmdatímann eitthvað. Stefnt er að opnun sundlaugarinnar fyrstu helgina í október.

Símanúmer: 450 8460

Var efnið á síðunni hjálplegt?