Fólk með fötlun

Ísafjarðarbær hefur með höndum þjónustu við fólk með fötlun skv. þjónustusamningi við Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðra. Þjónusta við fólk með fötlun felst m.a. í akstursþjónustu, liðveislu, hæfingu og búsetuúrræðum bæði til skamms og langs tíma.

Þjónustan er á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar og eru deildarstjórar og forstöðumenn starfandi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, en þjónustan sjálf er eðli málsins samkvæmt mjög dreifð og eru starfsmenn mjög víða um allt sveitarfélagið.

Viðtalstímar

Viðtalstímar eru í boði hjá starfsfólki velferðarsviðs alla virka daga milli kl. 13:00 og 15:00. Bókanir fara fram með því að hringja í síma 450 8000 á skrifstofutíma.

Umsóknir um þjónustu

Afsláttur af fasteignagjöldum (öryrkjar og eldri borgarar)
Akstursþjónusta
Búsetuþjónusta
Frístundaþjónusta
Heimaþjónusta
NPA
Skammtímavistun
Stuðningsfjölskylda
Styrkur vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra