Fólk með fötlun

Ísafjarðarbær hefur með höndum þjónustu við fólk með fötlun skv. þjónustusamningi við Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðra. Þjónusta við fólk með fötlun felst m.a. í akstursþjónustu, liðveislu, hæfingu og búsetuúrræðum bæði til skamms og langs tíma.

Þjónustan er á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar og eru deildarstjórar og forstöðumenn starfandi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, en þjónustan sjálf er eðli málsins samkvæmt mjög dreifð og eru starfsmenn mjög víða um allt sveitarfélagið.