Eldri borgarar

Eldri borgarar

Þjónusta Ísafjarðarbæjar við eldri borgara er margþætt og miðar að því að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem unnt er.

Aðstæður eldri borgara eru mjög misjafnar og allur gangur á því hvort og þá hversu mikla aðstoð þeir þurfa. Ísafjarðarbær býður upp á heimaþjónustu, almenna félagsþjónustu, afslátt af fasteignagjöldum eða tímabundna niðurfellingu þeirra vegna fráfalls maka svo eitthvað sé nefnt.

Ísafjarðarbær rekur dagdeild á Hlíf (þjónustuíbúðum aldraðra), býður upp á vinnustofur og tómstundarstarf í öllum byggðarkjörnum og stendur fyrir leikfimi og afþreyingu fyrir þennan ört stækkandi aldurshóp.

Nánari upplýsingar um þjónustu við eldri borgara má fá hjá velferðarsviði Ísafjarðarbæjar eða hjá öldrunarfulltrúa, Esther Ósk Arnórsdóttur, sími 450 8251.

Umsóknir um félagslega þjónustu fyrir eldri borgara má finna inni á „mínar síður“ á rafrænum Ísafjarðarbæ.

Var efnið á síðunni hjálplegt?