Eldri borgarar

Þjónusta Ísafjarðarbæjar við eldri borgara er margþætt og miðar að því að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem unnt er.
Aðstæður eldri borgara eru mjög misjafnar og allur gangur á því hvort og þá hversu mikla aðstoð þeir þurfa. Ísafjarðarbær býður upp á heimaþjónustu, almenna félagsþjónustu, afslátt af fasteignagjöldum eða tímabundna niðurfellingu þeirra vegna fráfalls maka svo eitthvað sé nefnt.
Viðtalstímar
Viðtalstímar eru í boði hjá starfsfólki velferðarsviðs alla virka daga milli kl. 13:00 og 15:00. Hægt er að bóka tíma í gegnum bókunarkerfi Ísafjarðarbæjar eða með því að hringja í síma 450 8000 á skrifstofutíma.
Dagdeildir
Ísafjarðarbær rekur dagdeild á Hlíf, Ísafirði. Dagdeild er opin alla virka daga milli kl.10:00-16:00. Dagdeild er stuðningsúrræði fyrir aldraða, ætlað til að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að því að aldraðir geti búið lengur heima. Þar er boðið upp á tómstundaiðju, létta hreyfingu, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Þjónusta er fjölbreytt og leitast er við að hafa hana einstaklingsmiðaða.
Iðjuþjálfi á dagdeild og ráðgjafar félagsþjónustu veita frekari upplýsingar um dagþjálfun á dagdeild.
Félagsstarf aldraðra
Ísafjarðarbær býður upp á félags- og tómstundarstarf í þjónustumiðstöð á Hlíf Ísafirði, Sunnuhlíð á Suðureyri, Tjörn á Þingeyri og Félagsbæ á Flateyri og stendur fyrir leikfimi og afþreyingu fyrir þennan ört stækkandi aldurshóp.
Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra, hvetja til skapandi athafna og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Félags- og tómstundastarf aldraðra er starfrækt með áherslu á fjölbreytt viðfangsefni, þannig að það henti sem flestum. Áhersla er lögð á gott samstarf við félög eldri borgara í sveitarfélaginu og leitast við að fá aldraða sjálfa til þátttöku í skipulagningu félagsstarfs þar sem það getur stuðlað að meiri sjálfbærni starfsins sem og valdeflingu.
Umsjón með félagsstarfi aldraðra:
Ísafjörður
|
|
Flateyri
|
Guðrún Bjarney Guðmundsdóttir
|
Suðureyri
|
Rósa Guðrún Linnet
|
Þingeyri
|
Kristín Álfheiður Arnórsdóttir
|
Þjónustuíbúðir aldraðra
Þjónustuíbúðir aldraðra í eigu Ísafjarðarbæjar eru á eftirtöldum stöðum:
- Hlíf I, Ísafirði, einstaklingsíbúðir og hjónaíbúðir
- Tjörn, Þingeyri, einstaklingsíbúðir og hjónaíbúð
Í þjónustuíbúðunum er öryggiskerfi og völ á fjölbreyttri þjónustu svo sem mat í hádegi, þvotti og þrifum og aðgangur að félagsstarfi og félagslegri heimaþjónustu. Starfsfólk er til staðar á daginn og sólarhringsvaktþjónusta er veitt.
Reglur um þjónustuíbúðir aldraðra
Stuðningsþjónusta
Markmið stuðningsþjónustu er að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir dagslegs lífs og/eða til að rjúfa félagslega einangrun. Stuðningsþjónusta felur í sér félagslegan stuðning, aðstoð við heimilisþrif, hvatningu í formi innlits, aðstoð við innkaup og heimsendingu hádegisverðar. Eldri borgarar sem eru ófærir um að nýta almenningssamgöngur eða eigin bifreið geta einnig sótt um akstursþjónustu.
Umsóknir og eyðublöð
Hægt er að sækja um ýmsa þjónustu rafrænt á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.
- Dagvist aldraðra
- Fasteignagjöld - eldri borgarar og öryrkjar
- Heimaþjónusta
- Umsókn um akstur
- Þjónustuíbúð
Öldungaráð
Öldungaráð er starfrækt í Ísafjarðarbæ er vettvangur samráðs bæjarbúa sem eru 60 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjaryfirvalda og er virkur þátttakandi í allri stefnumörkun um málefni eldri borgara. Ráðið skal vera bæjarstjórn, nefndum og ráðum Ísafjarðarbæjar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa sem eru 60 ára og eldri. Ráðið skal stuðla að hvers konar upplýsingagjöf og samstarfi við Ísafjarðarbæ, móta stefnu og gera tillögur til bæjarstjórnar sem varðar verksvið þess.
Nánari upplýsingar:
|
Félagsþjónusta |
Félagsleg ráðgjöf, þjónustuíbúðir, afsláttur af fasteignagjöldum, þjónusta við aldraða.
|
Sími: 450 8000 |
---|---|---|---|
|
Iðjuþjálfi |
Dagdeild aldraðra |
|
|
Félagsþjónusta |
Félagsleg ráðgjöf og þjónusta við aldraða |
Sími: 450 8000 |
|
Öldrunarfulltrúi |
Félagsstarf aldraðra |
Sími: 450 8254 |
|
|
|
Sími: 450 8000 |