Barnavernd

 

Telur þú barn vera hjálparþurfi? Hafðu samband í síma 450 8000.

Bakvakt barnaverndar er Neyðarlínan 112.

 

 

Barnavernd í Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi er sinnt af velferðarsviði og starfa fulltrúar þar í nánu samstarfi við foreldra og fagaðila eins og skóla, heilbrigðisstofnanir og lögreglu. 

Á það skal bent að almenningi ber skylda til að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart ef ástæða er til að ætla að barn búi við vanrækslu, áreiti eða ofbeldi, eða ef það stofnar eigin heilsu og þroska í hættu með hátterni sínu. Starfsfólk barnaverndarnefndar veitir upplýsingar og tekur við tilkynningum á dagvinnutíma í síma 450 8000. 

Utan dagvinnutíma, um helgar og á helgidögum er hægt að ná í bakvakt vegna bráðatilvika í barnaverndarmálum í síma 112. 

Sameiginleg barnaverndarnefnd Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkur markar stefnu í málaflokknum, en kemur einnig að ákvörðunum um úrlausn einstakra mála.