Upplýsinga- og þjónustufulltrúi - Bæjarskrifstofa Ísafjarðarbæjar

Ísafjarðarbær auglýsir starf upplýsinga- og þjónustufulltrúa laust til umsóknar.  Um er að ræða 100% starf frá 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019.

Upplýsinga- og þjónustufulltrúi sinnir allri almennri þjónustu gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og öllum stofnunum bæjarins. Hann kemur á framfæri og einfaldar aðgengi að upplýsingum úr starfsemi sveitarfélagsins til íbúa þess, starfsmanna og annarra hagsmunahópa.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með upplýsingamiðlum, heimasíðum og samfélagsmiðlum bæjarins til innri og ytri viðskiptavina
 • Upplýsingagjöf og aðstoð við viðskiptavini og starfsmenn
 • Gerð og dreifing frétttilkynninga, aðstoð við greinarskrif og prófarkalestur
 • Samskipti við fjölmiðla
 • Móttaka viðskiptavina, afgreiðsla og leiðbeining
 • Móttaka erinda, ábendinga, skjala og umsókna
 • Starfsmaður nefnda og ritun fundargerða
 • Bókun viðtala og funda
 • Aðstoð við starfsmenn s.s. ljósritun, frágangur gagna, undirbúningur funda, skönnun, póstsendingar og pantanir á þjónustu
 • Ábyrgð og utanumhald vegna lána á tækjum til stofnana og bifreið bæjarskrifstofa
 • Umsjón með fundarherbergi og afgreiðslu
 

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði almannatengsla, fjölmiðlunar eða upplýsingamiðlunar
 • Starfsreynsla á sviði upplýsinga- og kynningarmála kostur
 • Framúrskarandi vald á íslenskri tungu í mæltu máli og rituðu
 • Mikil færni og reynsla í textagerð
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Rík þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Skipulagshæfni og nákvæmni
 • Góð færni í ensku, þekking á öðru tungumáli kostur
 • Góð þekking á upplýsingatækni, samfélagsmiðlum og góð almenn tölvukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar gefur Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóstfangið thordissif@isafjordur.is.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?