Menntaskólinn á Ísafirði – Náms- og starfsráðgjafi

Menntaskólinn á Ísafirði auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa í 100% stöðu til afleysingar næsta skólaár 1. ágúst 2020-1. ágúst 2021. Samkvæmt lögum nr. 35 frá  3. apríl 2009 um náms- og starfsráðgjafa skal umsækjandi hafa lokið námi í náms- og starfsráðgjöf frá háskóla og hafa tilskilið leyfi. Launakjör eru í samræmi við gildandi kjarasamning fjármálaráðherra við viðkomandi stéttarfélag og stofnanasamning skólans. Rúmgóð íbúð er í boði á góðum kjörum. 

Leitað er eftir einstaklingi með góða færni í mannlegum samskiptum og ríkan áhuga á að vinna með ungu fólki.  Þá þarf viðkomandi að hafa góða leiðtoga- og skipulagshæfileika, vera fær um taka frumkvæði og vinna sjálfstætt. 

Ekki er nauðsynlegt að sækja um á sérstökum eyðublöðum en með umsókn þarf að leggja fram gögn um menntun, starfsreynslu og meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staðan losnar á ný.

Í anda jafnréttisstefnu MÍ eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um stöður við skólann. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 24. febrúar 2020 til Jóns Reynis Sigurvinssonar skólameistara á netfangið jon@misa.is  sem gefur einnig nánari upplýsingar í síma 450-4400 eða 8964636. Sakavottorð skal liggja fyrir við ráðningu. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?