Naustahvilft: Kallað eftir þátttakendum á námskeið í gerð náttúrustíga
Til stendur að gera náttúrustíg upp í Naustahvilft í Skutulsfirði og hefur Kjartan Bollason, lektor við Háskólann á Hólum og sérfræðingur í náttúrustígagerð, tekið að sér að leiða verkefnið, sem er um leið námskeið í náttúrustígagerð. Ísafjarðarbær kallar eftir þátttakendum á námskeiðið til að vinna með Kjartani að því að klára stíginn upp í Naustahvilft, en leiðin hefur þegar verið stikuð. Námskeiðið fer fram 31. maí og 1. júní.
24.05.2024
Fréttir
Lesa fréttina Naustahvilft: Kallað eftir þátttakendum á námskeið í gerð náttúrustíga