Íslenskuhittingur á Flateyri

Skrá nýjan viðburð


Næstu íslenskuhittingar Gefum íslensku séns á Flateyri verða 13. janúar, 27. janúar, 10. febrúar, 24. febrúar, 10. mars og 24. mars í húsi Jareks, Grundarstíg 22.

Við hittumst klukkan 19:00 og er þemað ákveðið hverju sinni. Eftir 24. mars tekur nýr staður við.

Það er áhugi á að stækka orðaforðann, tala meira, fá sénsa til að nota það sem fólk er búið að læra. Já, nota málið.

Viltu vera með og hjálpa okkur að æfa okkur í að tala, að læra íslensku? Við eigum eftir að koma mynd á hvernig við viljum hafa þetta en við erum ákveðin í að verða betri í íslensku. Þú getur mátað þetta með okkur.

Staðsetning á eftir að verða mismunandi en íslenskuhittingar verða reglulegir.

Allir hjartanlega velkomnir!

Viðburður á Facebook

Er hægt að bæta efnið á síðunni?