Borðspilakvöld Samkomuhússins á Flateyri

Skrá nýjan viðburð


Komið og spilið með okkur í Samkomuhúsinu á Flateyri!

Við verðum með meira en 30 borðspil í boði, fyrir öll getustig og alls konar fólk. Á staðnum verður manneskja sem hjálpar ykkur að finna rétt spil, útskýrir reglurnar, setur upp borðspil, finnur spilafélaga og gerir allt eins einfalt og hægt er, svo þið getið bara mætt, slakað á og notið þess að spila.

Aðgangur er 500 isk fyrir meðlimi Hollvinasamtakanna og 1500 isk fyrir þá sem eru ekki meðlimir. Ekki þarf að skrá sig á borðspilakvöldið, það er nóg að mæta og hægt verður að borga á staðnum.
Við biðjum fólk vinsamlegast um að koma ekki með eigin mat eða drykki. Á staðnum verður boðspilavænt snakk í boði og sjoppa með gosdrykkjum sem hægt er að kaupa til að styðja við Samkomuhúsið.

Viðburður á Facebook

Er hægt að bæta efnið á síðunni?