Nansen
21. september kl. 20:00-22:00
westfjords.is
Söguleikurinn, Nansen á Þingeyri, segir af einni eftirminnilegustu heimsókn í sögu þorpsins Þingeyri. En það er án efa þegar landkönnuðurinn norski Friðþjófur Nansen dvaldi á eyrinni um tveggja vikna skeið áður en hann lagði í sína fræknu för á Grænlandsjökul. Hvað var Nansen að gera allan þennan tíma vestra? Það kemur allt í ljós í þessari einstöku leiksýningu sem var sýnd við miklar vinsældir á síðasta leikári. Elfar Logi Hannesson er bæði leikari og höfundur leiksins.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?