Vísindaport - Þróun Gróanda í takt við samfélagið á Ísafirði

Skrá nýjan viðburð


Vísindaport - Þróun Gróanda í takt við samfélagið á Ísafirði                 --- ENGLISH BELOW ---

Föstudaginn 24. mars mun Hildur Dagbjört Arnardóttir flytja erindið „Þróun Gróanda í takt við samfélagið á Ísafirði“ í Vísindaporti.

Gróandi er að byrja sitt áttunda ræktunartímabil þessa dagana og ætlar Hildur að kynna og svara spurningum um starfsemina sem fer fram þar.

Starfsemi Gróanda er í stöðugri þróun til þess að allir íbúar á svæðinu sem vilja geti fengið aðgengi að hollum mat, ræktuðum með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Í gegnum árin hefur skapast mikil reynsla og fjölmargar sjálfbærar ræktunaraðferðir prófaðar og aðlagaðar að okkar aðstæðum hér á Vestfjörðum. Undanfarið hefur Gróandi einnig einbeitt sér að fræðslu og námskeiðshaldi til að áhugasamir geti komið hingað og lært af okkar reynslu. Síðasta ár fór í hönd innleiðing á nýju rekstrarmódeli sem gerir okkur kleift að bjóða öllum að taka þátt í starfi Gróanda - á þann hátt sem hentar hverjum og einum.

Hildur Dagbjört er landslagsarkitekt og vistræktarkennari. Hún flutti til Ísafjarðar fyrir 8 árum og hefur síðan þá starfað bæði sem landslagsarkitekt í Verkís og sem grænmetisbóndi í Gróanda. Hún heldur einnig námskeið og fyrirlestra um vistrækt, sjálfbærni og ræktun.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/JoTjb9C6

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is

Öll hjartanlega velkomin.

 

English:

Lunch Lecture - Developing Gróandi - Community Supported Agriculture

On Friday, March 24th, Hildur Dagbjört will present the talk "Developing Gróandi - Community Supported Agriculture" in Lunch Lecture.

Gróandi´s eighth growing season is starting these days and Hildur is going to present and answer questions about the project this friday.

Gróandi is in constant development to be able to give the inhabitants in the area access to healthy food, grown with the most sustainable methods we can find. Through the years we have gained a lot of experience, lot´s of sustainable methods tested and adjusted to the climate here in the Westfjords. Recently Gróandi has also been focusing on education and holding permaculture courses so that people that are interested can come here to learn from our experience. Last year we developed and started using a new business model that allows us to welcome everyone to participate in Gróandi.

Hildur Dagbjört is a landscape architect and permaculture teacher. She moved to Ísafjörður 8 years ago and has been working as a landscape architect at Verkis and vegetable farmer in Gróandi since then. She also holds courses and lectures about permaculture, sustainability and food growing.

The Lunch Lecture is open to everyone and starts promptly at 12:10 in the cafeteria of the University Center of the Westfjords on the 2nd floor. The talk is in Icelandic.

Lunch Lecture event on Facebook: https://fb.me/e/JoTjb9C6

Webinar link: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439

Lunch Lecture topics are extremely diverse, and those who are interested in giving a talk or have ideas or suggestions about interesting topics or people are kindly requested to contact us by email - sissu@uw.is

All are welcome.

 

Photo/ljósmyndari - Haukur Sigurðsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?