Vísindaport: Of mikið vatn - Átök og aðlögun vegna loftslagsbreytinga í Danmörku.
Föstudaginn 17. mars mun Nina Baron flytja erindið „Of mikið vatn - Átök og aðlögun vegna loftslagsbreytinga í Danmörku. “ í Vísindaporti. --- ENGLISH BELOW ---
Í Danmörku eru flóð helsta áskorunin í tengslum við loftslagsbreytingar – bæði vegna meiri rigningar og hækkun sjávarmáls. Danmörk er umlukin 8000 km. strandlengju og landslagið er almennt mjög flatt og því eru mörg svæði staðsett nálægt eða undir sjávarmáli.
Í þessu erindi verður fjallað um það hvernig danir takast á við þennan vanda, sem einstaklingar, fasteignaeigendur og sem samfélag. Það er ekki auðvelt að bregðast við þeirri óvissu sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér, gera þarf samninga varðandi loftslagsmál, meta þarf áhættuna og skoða hvernig draga megi úr henni á sem áhrifamestan átt. Ætti Kaupmannahöfn að vera umkringd stórum gervieyjum til að halda vatninu frá? Verður hið opinbera að greiða fyrir varnir á einangruðum eyjum þar sem einungis eru 10 íbúar? Á að leyfa fólki að byggja hús á landi undir sjávarmáli? Verður neyðarstjórnun eingöngu að einbeita sér að eldi eða líka að flóðum? Það er ekki hægt að svara þessum spurningum í einu erindi, en hægt er að gefa innsýn í stöðu mála í Danmörku og í gegnum þeirra reynslu séð hvers vegna þessar samningar í loftslagsmálum eru jafn flóknir og þeir eru.
Nina Baron er félagsfræðingur og sérhæfir sig í áhættuskynjun og ákvarðanatöku í tengslum við loftslagsbreytingar og aftakaveður. Hún leggur áherslu á að skoða hindranir og möguleika í samstarfi á milli opinberra og einkaaðila, með sérstaka áherslu á svæði utan borga. Um þessar mundir kennir Nina Neyðar- og áhættustjórnunarnám við Háskólann í Kaupmannahöfn og hún stundar einnig rannsóknir sem takast á við þau vandamál sem tengjast loftslagsaðlögun, hamförum, áhættusamskipti og stjórnun í neyðartilvikum.
Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.
Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/xD3pAMZh
Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439
Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is
Öll hjartanlega velkomin.
English:
Lunch Lecture - Too much water / Climate change adaptation in Denmark and why it creates conflicts.
On Friday, March 17, Nina Baron will present the talk "Too much water / Climate change adaptation in Denmark and why it creates conflicts. " in the Lunch Lecture.
In Denmark floods is the main challenges in relation to climate change – both as a result of more rain and a higher sea level. Denmark has 8000 km. of coastline and is general a very flat country. Many areas are placed close to or below sea level. This talk will focus on how people in Denmark face these challenges as private homeowners and on a collective level. To respond to a future with climate change agreements, on both the size of the risk and how to best reduce it, must be reached - and this is not easy. Should Copenhagen be surrounded by large artificial islands to keep the water out? Must the state pay for protecting an island with 10 inhabitants? Should people be allowed to build houses on land below sea level? Must the emergency management only focus on fire or also on floods? This talk will not give an answer to all those questions, but instead give an insight into why those questions are heavily debated in Denmark right now and why agreements are very hard to reach.
Nina Baron is sociologist and specialized in decision-making and risk perceptions in relation to climate change and extreme weather. She is focusing on barriers and possibilities in cooperation between public and private actors, with a special focus on areas outside the larger cities. As lecturer at the Emergency and Risk Management program at University College Copenhagen she is currently teaching and researching on problems related to climate adaptation, disaster mitigation, emergency management and risk communication.
The Lunch Lecture is open to everyone and starts promptly at 12:10 in the cafeteria of the University Center of the Westfjords on the 1st floor. The talk is in English.
Lunch Lecture event on Facebook: https://fb.me/e/xD3pAMZh
Webinar link: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439
Lunch Lecture topics are extremely diverse, and those who are interested in giving a talk or have ideas or suggestions about interesting topics or people are kindly requested to contact us by email - sissu@uw.is
All are welcome.