Vísindaport - Fornleifauppgröftur í miðbæ Ísafjarðar
Föstudaginn 31. mars mun Haukur Sigurðsson flytja erindið „Fornleifauppgröftur í miðbæ Ísafjarðar“ í Vísindaporti. --- Englis below ---
Húsið hennar Dísu á bökkunum, Albertshús, hefur verið fastur punktur í götumynd Ísfirðinga í tæp 130 ár. Árið 2016 tóku Vaida og Haukur, sem er barnabarnabarnabarn Dísu, við húsinu og fóru að huga að endurbótum. Það reyndist þó vandasamt verk, því fjársjóðurinn sem leyndist þar innandyra reyndist umfangsmeiri en gengur og gerist, og þá varð að fara varlega.
Í Vísindaporti mun Haukur segja stuttlega frá sögu hússins og gersemunum sem fundust inni í veggjum. Þá mun hann segja frá því hvernig tveir einstaklingar með tuttugu þumalputta endurbyggðu hús sem verkfræðingar og smiðir höfðu dæmt ónýtt og óviðgerðarhæft.
Haukur Sigurðsson er ísfirskur Bolvíkingur með MA gráðu í sjónrænni mannfræði frá Háskólanum í Tromsö. Hann starfar sjálfstætt við myndatökur ýmis konar og markaðsmál með höfuðstöðvar í gömlu Skóbúð Leós. Giftur Vaidu Braziunaite og saman eiga þau þá Kára og Bjart.
Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.
Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/3uspWU5R2
Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439
Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is
Öll hjartanlega velkomin.
English:
Lunch Lecture - Archaeological excavations in the center of Ísafjörður
On Friday, March 31, Haukur Sigurðsson will present the talk "Archaeological excavations in the center of Ísafjörður" in Vísindaporti.
Dísa's house on the banks, Albertshús, has been a fixed point in the streetscape of Ísfjörður for almost 130 years. In 2016, Vaida and Haukur, who is Dísa's great-great-grandson, took over the house and started thinking about renovations. However, it turned out to be a difficult task, because the treasure hidden inside turned out to be more extensive than usual, and then one had to be careful.
In the Lunch Lecture, Haukur will tell about the history of the house and the treasures that were found inside the walls. Then he will tell how two people with twenty thumbs rebuilt a house that engineers and builders had judged useless and beyond repair.
Haukur Sigurðsson is an Icelandic Bolvíking with an MA degree in visual anthropology from the University of Tromsø. He works independently on various types of photo shoots and marketing issues with headquarters in Leo's old shoe store. Married to Vaida Braziunaite and together they have two sons, Kári and Bjartur.
The Lunch Lecture is open to everyone and starts promptly at 12:10 in the cafeteria of the University Center of the Westfjords on the 2nd floor. The talk is in Icelandic.
Lunch Lecture event on Facebook: https://fb.me/e/3uspWU5R2
Webinar link: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439
Lunch Lecture topics are extremely diverse, and those who are interested in giving a talk or have ideas or suggestions about interesting topics or people are kindly requested to contact us by email - sissu@uw.is
All are welcome.