Vísindaport: Ekki gleyma þeim þótt þau gleymi þér
Vísindaport - Ekki gleyma þeim þótt þau gleymi þér
Föstudaginn 20. janúar mun Ingibjörg Rósa Björnsdóttir flytja erindið „Ekki gleyma þeim þótt þau gleymi þér“ í Vísindaporti.
Heilabilun er því miður næsti heilbrigðisfaraldur heimsins og því þarf allt samfélagið að vera reiðubúið að taka tillit til, umgangast og hlúa að þessum hópi. Mörgum þykir heilabilun óþægilegt umræðuefni, forðast það og vita því ekki hvernig best er að bregðast við þegar sjúkdómurinn kemur upp í sínum nánasta hring.
Ingibjörg Rósa er Heilavinur sem segist hafa skipt um skoðun á gildi þess að lifa með heilabilun, eftir að hafa starfað í dagþjálfun fyrir heilabilaða. Hún á einnig móður með heilabilun, hefur ritað greinar til að vekja athygli á hvernig umönnun heilabilaðra er háttað og brennur fyrir málefninu. Hún vill auka umræðu um aðbúnað og umönnun heilabilaðra og hjálpa fólki að losna við feimni gagnvart heilabiluðum.
Í Vísindaporti mun Ingibjörg deila sinni reynslu og fræða fólk um Heilavini og Alzheimersamtökin.
Ingibjörg Rósa er menntuð í blaða- og fréttamennsku og hefur starfað á Morgunblaðinu og fréttastofu RÚV og skrifað fyrir ýmsa miðla, bæði erlenda og íslenska, sem sjálfstætt starfandi blaðamaður meðan hún var búsett í Bretlandi. Þá starfaði Ingibjörg á hjúkrunarheimili fyrir aldraða á námsárunum og tók þátt í umönnun bæði systur sinnar og föður, sem bæði létust úr heilasjúkdómum. Árið 2021 flutti Ingibjörg heim til móður sinnar og fékk hlutastarf í Maríuhúsi, einni af dagþjálfunum sem Alzheimersamtökin reka, þar sem móðir hennar var jafnframt skjólstæðingur. Nýlega tók hún tímabundið við hálfu starfi sem Markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða, þar sem móðir hennar er flutt á hjúkrunarheimili í Reykjavík.
Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.
Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439
Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is
Öll hjartanlega velkomin.
--- ENGLISH ---
Lunch Lecture - Don't forget them even if they forget you
On Friday, January 20, Ingibjörg Rósa Björnsdóttir will deliver the talk "Don't forget them even if they forget you" in the Lunch Lecture.
Dementia is sadly the next pandemic, which means that society needs to be prepared to include, communicate and take care of this community. Many people feel uncomfortable talking about dementia, avoid it and are therefore not sure how to react when someone close to them gets diagnosed with dementia.
Ingibjörg Rósa is a “Brain Friend” who changed her mind about valuing life with dementia, after working in a daycare centre for people with dementia. Her mother also has dementia and Ingibjörg has published articles to raise awareness of how people with dementia are cared for, which she is passionate about. Ingibjörg wants to encourage discussions about the way the dementia community is treated and urge people not to be shy of people with dementia.
In this week's Lunch Lecture, Ingibjörg will share her experience and educate people about the Alzheimer Association and the “Brain Friend” campaign.
Ingibjörg Rósa studied Journalism and Mass Communication, has worked at Morgunblaðið and the RÚV newsroom as well as writing articles for various media, both Icelandic and foreign, as a freelancer while living in Britain. She also worked in a caring home as a student and helped take care of her sister and father, both whom died of brain related diseases. In 2021, Ingibjörg moved in with her mother and got a part time job at Maríuhús, the daycare centre that her mother attended. Since August, Ingibjörg has held a half-time, temporary position as a Marketing and Web Manager of the University Centre of the Westfjords, UW.
The Lunch Lecture is open to everyone and starts promptly at 12:10 in the cafeteria of the Vestfjörður University Center on the 2nd floor. The talk is in Icelandic.
Webinar link: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439
Lunch Lecture topics are extremely diverse, and those who are interested in giving a talk or have ideas or suggestions about interesting topics or people are kindly requested to contact us by email - sissu@uw.is
All are welcome.