Umhverfisstofnun: Hjálpaðu okkur að finna mengaðan jarðveg

Skrá nýjan viðburð


Hefur þú grun um mengaðan jarðveg í náttúru Íslands?
Kynningarfundur um verkefnið og aðstoð við að skrá inn ábendingar um mengaðan jarðveg 27. september 2023 kl. 13-15 í húsnæði Umhverfisstofnunar að Silfurgötu 1, 400 Ísafirði

UM VERKEFNIÐ
Verkefnið snýst um að safna upplýsingum frá almenningi um menguð svæði á landinu og koma þeim inn á kort.

HVERNIG ÁBENDINGUM ER LEITAÐ EFTIR?
Umhverfisstofnun óskar eftir öllum ábendingum um það hvar mengun er að finna.
Til dæmis svæði þar sem; olía hefur lekið í jörð, olía grafin í jörð, urðunarstaðir, staðir þar sem mikið magn úrgangs hefur verið brennt, gamlar bensínstöðvar, gamlar smurstöðvar, brennur, geymsla hættulegra efna þar sem líkur eru til að hættuleg efni hafi lekið út, riðugrafir, miltisbrandsgrafir, skotvellir, gamlar spennustöðvar, viðhald og niðurrif skipa.

AF HVERJU SKIPTIR MÁLI AÐ SRKÁ MENGAÐAN JARÐVEG?
Upplýsingar um mengaðan jarðveg eru gríðarlega mikilvægar fyrir komandi kynslóðir.
Upplýsingarnar nýtast við skipulagsvinnu. Til dæmis til að koma í veg fyrir að skipulögð sé viðkvæm byggð á svæði þar sem hætta er á heilsuspillandi mengun.
Það er því mikilvægt er að skrá eins mikið af upplýsingum um mengaðan jarðveg og hægt er áður en þær glatast.

NAFNLAUSAR ÁBENDINGAR
Þau sem vilja geta sent inn nafnlausar ábendingar.

Nánar um verkefnið: www.ust.is/mengadur-jardvegur 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?