Sýningaropnun í Gallerí Úthverfu: Ugluspegill

Skrá nýjan viðburð


Anna Hrund Másdóttir
Daníel Björnsson
Jóhannes Atli Hinriksson:
UGLUSPEGILL / EULENSPIEGEL
11.3 – 2.4 2023
Laugardaginn 11. mars kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Önnu Hrundar Másdóttur, Daníels Björnssonar og Jóhannesar Atla Hinrikssonar í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Ugluspegill (EulenSpiegel) og stendur til sunnudagsins 2. apríl. Listafólkið verður viðstatt opnun sýningarinnar og boðið verður uppá léttar veitingar.
Ugluspegill (EulenSpiegel)
Myndin sem fylgir sýningunni á veggspjaldi er af athöfn þar sem veröldin í bakgrunni er eyðimörk. Riddari skelfingarinnar í miðgrunni heldur á sigð og vængjuðu tímaglasi - í forgrunni eru þrjár verur sem bregðast við ástandinu. Á miðri mynd er vera sem með annarri hendi kynnir til sögunnar fuglinn Fönix sem skal rísa úr ösku eyðimerkurinnar og í hinni er spegill sem lýsir ástandi skelfingarinnar í bakgrunni. Til hliðar eru hljóðfæraleikarar sem aðstoða við að örva athöfnina þar sem m.a. er leikið á strengjahljóðfæri. Í Úthverfu er hægt að sjá sviðsmynd af speglinum annars vegar og því sem er fyrir aftan spegilinn hins vegar.
Ugluspegill er nafn á þjóðsagnapersónu sem kom fyrst út á þýsku árið 1515 og er myndin frá þeim tíma en ártalinu hefur verið breytt í 2023. Ugluspegill var prakkari sem lék listir sínar á rápi um markaðstorgin þar sem eitthvað var að gerast. Eins og með flestar sögur eru til eldri útgáfur af hans sögu. Sögur af þessu tagi voru dæmisögur til að hjálpa til við skilning. Ein af frumsögunum er um Hermes. Á staf Hermesar hanga tveir snákar sem vefjast um hann og fá vængi þegar augu þeirra mætast. Annar snákurinn stendur fyrir spegilinn en hinn fyrir það sem er fyrir aftan spegilinn.
Anna Hrund Másdóttir (1981-) býr og starfar í Reykjavík. Hún lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA-námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Áður en hún hóf myndlistarnám lauk hún BS-gráðu í stærðfræði við Háskóla Íslands. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er Anna Hrund meðlimur í Kling & Bang.
Daníel Björnsson (1974-) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, er einn af stofnendum Kling & Bang og hefur verið virkur sem sýningarstjóri og myndlistarmaður allt frá útskrift. Daníel hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga erlendis og á Íslandi. Hann hefur verið kennari við Listaháskóla Íslands síðan 2005.
Jóhann Atli Hinriksson (1975-) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk MFA-námi frá School of Visual Arts in New York 2005. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis.
.....................................
Owl Mirror / Ugluspegill / EulenSpiegel
The image on the poster accompanying the exhibition is of a ceremony where the world in the background is a desert. The Knight of Terror in the center holds a sickle and a winged hourglass - in the foreground are three creatures reacting to the situation. In the middle of the picture is a being who with one hand presents the phoenix bird that will rise from the ashes of the desert and in the other hand there is a mirror that describes the state of terror in the background. To the side are musicians who help stimulate the ceremony by playing stringed instruments. In the gallery you can observe a scene with the mirror on the one hand and what is behind the mirror on the other,
Ugluspegill is the name of a folkloric character that was first published in German in 1515, and the image on the poster is from that time, but the year has been changed to 2023. Ugluspegill was a prankster who played his tricks roamning about in the marketplace where something was going on. As with most stories, there are older versions of his story. Stories of this kind were parables to aid understanding. One of the original stories is about Hermes. Hanging from Hermes´s stick are two snakes that wrap around it and gain wings when their eyes meet. One snake stands for the mirror and the other for what is behind the mirror.
Anna Hrund Másdóttir (1981-) lives and works in Reykjavík. She studied art at Iceland University of the Arts, Mountain School of Art and completed her MFA from the California Institute of the Arts in the spring of 2016. Before starting her art studies, she completed her Bachelor's degree in mathematics at the University of Iceland. In addition to her work as an artist, Anna Hrund is a member of Kling & Bang artist run gallery in Reykjavík.
Daníel Björnsson (1974-) lives and works in Reykjavík. He studied art at the Iceland University of the Arts, is one of the founders of the artist run space Kling & Bang and has been active as a curator and visual artist since his graduation. Daniel has participated in a number of group exhibitions and solo exhibitions abroad and in Iceland. He has been a teacher at the Iceland University of the Arts since 2005.
Jóhann Atli Hinriksson (1975-) lives and works in Reykjavík. He studied art at the Iceland University of the Arts and completed his MFA from the School of Visual Arts in New York in 2005. He has participated in group exhibitions and had solo exhibitions in Iceland and abroad.
.............................
Starfsemi Úthverfu nýtur styrkja fyrir einstök verkefni úr Myndlistarsjóði, Orkubúi Vestfjarða, Uppbyggingarsjóði Vestjfarða og frá Ísafjarðarbæ.
Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space
Aðalstræti 22 - 400 Ísafjörður
galleryoutvert@gmail.com
+354 868 1845
www.kolsalt.is
Er hægt að bæta efnið á síðunni?