Sýningaropnun í Gallerí Úthverfu: Ekki gleyma að blómstra

Skrá nýjan viðburð


Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir:
Ekki gleyma að blómstra
8.3 – 28.3 2024

Föstudaginn 8. mars kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Bjargar Bábó Sveinbjörnsdóttur í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,Ekki gleyma að blómstra" og stendur til fimmtudagsins 28. mars. Boðið verður til sérstaks viðburðar við sýningarlok á Páskaviku. Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar.

„Af moldu ertu komin og að moldu skaltu aftur verða, en í millitíðinni ertu pottaplanta og það er alltaf eitthvað að. Sýningin er etnógrafía á mannflórunni hið ytra og hið innra sem leitast við að þroskast, blómstra og hámarka sig í samfélagi þar sem bestu útgáfur sjálfsins eru ákjósanlegar og alltaf rétt handan við hornið. Ekki gleyma að slökkva á hellunni og ekki gleyma að blómstra. Fyrir alla muni, reyndu að muna eftir því að vera.“

Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir starfar jöfnum höndum við listsköpun og kennslu. Hún er menntuð í hagnýtri menningarmiðlun, félags- og kynjafræði og er ein þeirra sem reka Hversdagssafnið á Ísafirði.

Sýningin er styrkt af Ísafjarðarbæ.

Frekari upplýsingar veita: Úthverfa s. 868 1845 og Björg Bábó – bjorgsveinbjorns@gmail.com 

IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII

Starfsemi Úthverfu nýtur styrkja fyrir einstök verkefni frá Myndlistarsjóði, Orkubúi Vestfjarða, Uppbyggingarsjóði Vestjfarða og frá Ísafjarðarbæ.

Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space - Aðalstræti 22 400 Ísafjörður - galleryoutvert@gmail.com +354 868 1845 - www.kolsalt.is

Er hægt að bæta efnið á síðunni?