Skjaldborg — hátíð íslenskra heimildamynda

Skrá nýjan viðburð


Skjaldborg — hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði dagana 26. - 29. maí 2023.

Enginn verður svikinn af heimildamyndaveislu, gæðastundum í Skjaldborgarbíói, skrúðgöngu, plokkfiskveislu, limbókeppni og sumarnóttinni á Patreksfirði.

Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.

Ókeypis er inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar eru í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins.

Hátíðarpassi veitir aðgang að allri dagskrá hátíðarinnar, sjávarréttaveislu, plokkfiskboði kvenfélagsins, partýi á laugardagskvöldinu og aðgang í sundlaugina og á tjaldstæðið alla helgina.

Hátíðarpassa má kaupa hér: https://tix.is/is/event/15193/skjaldborg-2023/ 

Dagskrá má finna hér: https://skjaldborg.is 

Dagskráin verður fjölbreytt og auk heimildamyndaveislu verða kynnt verk í vinnslu, Kvikmyndasafn Íslands sýnir perlur úr sínu safni og Friðgeir Einarsson sýnir fyrirlestrarverkið blessbless.is. Þá verða haldnar pallborðsumræður um framtíð íslenskrar heimildamyndagerðar.

Á lokakvöldi Skjaldborgar heimsækir tvíeykið DJ Ívar Pétur og Hermigervill Félagsheimili Patreksfjarðar sem TWIN TWIN SITUATION á lokakvöldi Skjaldborgar. Í farteskinu verða þeir tvíburar með stútfullar partýtöskur af danstónlist!

Þessu vill engin missa af!

Viðburður á Facebook

Er hægt að bæta efnið á síðunni?