Sáum saman og skiptumst á fræjum

Skrá nýjan viðburð


Sáum saman og skiptumst á fræjum!

Að sá er minna mál en þú heldur. Kíktu til okkar miðvikudaginn 29. mars milli 16 og 18 og sáðu með okkur kryddjurtum og blómum. Allir velkomnir, við aðstoðum þá sem þurfa. Fræ, ílát og mold á staðnum.
Samhliða verður fræ-deilimarkaður: komdu með hlutann úr fræpokanum sem þú þarft ekki og fáðu önnur fræ í staðinn. Þú gætir jafnvel endað með að prófa eitthvað nýtt og spennandi og kannski fylgja góð ráð nýju fræjunum.

Verið hjartanlega velkomin!

Viðburður á Facebook

Er hægt að bæta efnið á síðunni?