Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig?
16. október kl. 16:30-18:00
Viðburðir á norðanverðum Vestfjörðum
Edinborgarhúsið, Ísafirði
Það varðar okkur öll hvernig sjávarauðlindin er nýtt og hvernig arðinum af henni er skipt. Við efnum nú til fjölda funda um landið og viljum heyra, beint og milliliðalaust, hvað brennur á fólki í tengslum við sjávarútveg.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, leiðir fundina og fær til liðs við sig Konráð S. Guðjónsson, hagfræðing hjá Arion banka, og Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafa, til að varpa sínu ljósi á sjávarútveginn.
Við lofum upplýsandi erindum og líflegum umræðum.
Hlökkum til að sjá þig!
Er hægt að bæta efnið á síðunni?