Öskubuska og Hnotubrjóturinn

Skrá nýjan viðburð


Gera má ráð fyrir mikilli flugeldasýningu á þessum tónleikum þar sem hljóma tveir rússneskir ballettar í litríkum glæsiútsetningum fyrir tvo flygla. 

Öskubuska Prokofievs og ekki síður Hnotubrjótur Tchaikovskys eru á meðal ástsælustu balletta tónlistarsögunnar, sá fyrri saminn í skugga seinni heimsstyrjaldar á árunum 1940 – 1944 en er þrátt fyrir það fullur af gáska og fjöri og er á meðal eftirsóttustu verka Prokofievs. Vart þarf að fjölyrða um vinsældir Hnotubrjóts Tchaikovskys en þetta hrífandi ævintýri var frumflutt í Pétursborg 1892.

Útsetningarnar gerðu píanóvirtúósarnir Mikhail Pletnev (Öskubuska) og Nicolas Economou (Hnotubrjóturinn) en báðar eru þær dásamlega skemmtilegar og setja tónlistina í nýtt samhengi.

Flytjendur:

Erna Vala Arnardóttir, píanó
Romain Þór Denuit, píanó

Efnisskrá:

Pjotr Tchaikovsky (1893 – 1840): Hnotubrjóturinn, svíta fyrir tvö píanó úr ballettinum

Sergei Prokofiev (1891 – 1953): Öskubuska, svíta fyrir tvö píanó úr ballettinum

Staðsetning: Hamrar

Miðaverð: 3.900 kr.

Viðburður á Facebook

Er hægt að bæta efnið á síðunni?