Jólaleikrit í vinnslu — Vertu með!
Langar þig að taka þátt í jólaleikriti í desember? Komdu á skipulagsfund fimmtudaginn 3. október!
Litli leikklúbburinn auglýsir eftir þátttakendum í uppsetningu jólaleikritsins Lápur, Skrápur og jólaskapið. Stefnt er að því að sýna helgarnar 6.-8. og 13.-15. desember.
Fundurinn hefst kl. 19:30 og verður í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á fundinum verður farið yfir leikritið og þau verkefni sem þarf að vinna fyrir uppsetninguna, svo sem búninga, sviðshönnun og tæknimál.
Öll eru velkomin, hvort sem þau hafa áhuga á að leika eða hjálpa til á bak við tjöldin. Þátttakendur fá tækifæri til skapandi vinnu með frábæru fólki, læra nýja hluti og búa til fallega jólastemningu fyrir íbúa á svæðinu.
Þau sem hafa áhuga á að taka þátt en geta ekki mætt á fundinn, mega gjarnan senda okkur skilaboð hér á Facebook eða tölvupóst á litli@litlileik.is fyrir frekari upplýsingar.