Ísafjörður - hjólaferðir. Ferðir á vegum Ferðafélags Ísfirðinga og Fjallahjólaklúbbsins
Ísafjörður - hjólaferðir
Föstudaginn 7. apríl kl. 14.00 og kl. 16.00 frá Safnahúsinu (gamla sjúkrahúsinu) á Ísafirði.
Tvær ferðir og tveir fararstjórar:
Brottfluttur Ísfirðingur á sínum gömlu heimaslóðum og aðfluttur andskoti bera saman nútíð og fortíð á Ísafirði.
Fyrri ferðin er um Óshlíðina ef veður og færð leyfa. Til vara er ferð um nýja stíga fyrir ofan og innan Ísafjörð. Mælt er með að vera á fjallahjólum í þessari ferð. Að öllum líkindum þarf að vera á negldum dekkjum.
Seinni ferðin er innanbæjarferð sem hentar öllum gerðum reiðhjóla ef veður leyfir. Það kemur í ljós hvort ferðin hentar ónegldum.
Tími: Hvor ferð tekur90 - 120 mínútur.
Fararstjórar:
Hrönn Harðardóttir (Hjóla-Hrönn) og Ómar Smári Kristinsson
Ferðin er öðrum þræðiútgáfufagnaður í tilefni af þvíað Ómar Smári skrifaði um allar hjólaferðir Ferðafélags Ísfirðinga í Hjólhestinn, málgagn Fjallahjólaklúbbsins, mars 2023.