Hugverkaréttindi í nýsköpun og rekstri

Skrá nýjan viðburð


Hugverkaréttindi í nýsköpun og rekstri - einkaleyfi, vörumerki og hönnun
Vestfjarðastofa ásamt Hugverkastofu og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa fyrir hádegiserindi miðvikudaginn 7 júní n.k kl:12:00 á skrifstofu Vestfjarðastofu, Suðurgötu 12, Ísafirði
Eiríkur Sigurðsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar ætlar að fara yfir einkaleyfi, skráningu vörumerkja og hönnun. Rætt verður afhverju fyrirtæki og einstaklingar ættu að vernda hugverk sín með skráningu, hvernig þau eru skráð og fleira.
Eiríkur Sigurðsson er með yfir tuttugu ára reynslu af störfum fyrir nýsköpunarfyrirtæki og háskóla.
Kerecis verður einnig með erindi þar sem þau fara yfir hvernig þau nota þessi hugverkaréttindi í sínum viðskiptum.
Viðburðurinn er öllum opin og léttar veitingar í boði

Er hægt að bæta efnið á síðunni?