Háskólanám í heimabyggð

Skrá nýjan viðburð


Öll velkomin á ráðstefnu í tilefni af 25 ára afmæli fjarkennslu við Háskólann á Akureyri.
Á þessu ári eru liðin 25 ár síðan fjarkennsla í hjúkrunarfræði hófst við Háskólann á Akureyri en haustið 1998 hóf hópur nemenda nám í hjúkrunarfræði í fjarnámi frá Ísafirði. Kennt var samtímis á Ísafirði og Akureyri í gegnum myndfundabúnað.
Af þessu tilefni standa Háskólinn á Akureyri og Háskólasetur Vestfjarða að ráðstefnu á Ísafirði um fjarnám og fjarkennslu. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða og verður einnig streymt frá henni (hlekkur kemur hér þegar nær dregur).
Dagskrá málþingsins má nálgast hér:
https://www.unak.is/.../haskolanam-i-heimabyggd-malthing...
-
Frekari upplýsingar veita Martha Lilja Olsen (marthalilja@unak.is), skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri, Sigrún Sigurðardóttir (sigrunsig@unak.is), dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri eða Peter Weiss (weiss@uw.is) forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?