Fokk ME-Fokk YOU: Fræðsla fyrir foreldra um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna

Skrá nýjan viðburð


Við hvetjum foreldra/forsjáraðila til að fjölmenna á þessa mikilvægu fræðslu sem á erindi við alla.

Mánudaginn 31. mars kl. 17:30 í fyrirlestrarsal MÍ.

Fræðslan Fokk ME-Fokk YOU fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna og er fyrir foreldra/forsjáraðila nemenda MÍ, Grunnskólans á Ísafirði og Grunnskóla Bolungarvíkur.

Elstu nemendur grunnskólanna og allir nemendur MÍ fá sambærilegan fyrirlestur fyrr um morguninn.

Það er eindregið mælt með að forsjáraðilar mæti til þess að öðlast innsýn í þann veruleika sem börnin okkar búa við og hvaða áhrif þeir geta haft á hann.

Fræðslunni sinna Kári og Andrea Marel.

Kári Sigurðsson hefur starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og fór fyrir Flotanum – flakkandi félagsmiðstöð í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum.

Andrea Marel Þorsteinsdóttir er deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Hún hefur víðtæka reynslu af því að vinna með ungmennum.


Um Fokk Me-Fokk You
Fræðslan Fokk me-Fokk you fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.

Í fræðslunni fjalla þau Kári og Andrea um sjálfmyndina og vekja fólk til umhugsunar hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags.

Þau ræða um hve mikilvægt er að sýna hvert öðru virðingu og virða mörk annarra, fara yfir hvernig áhrif fjölmiðlar og samskiptamiðlar geta haft á okkur og taka dæmi úr raunveruleika unglinga.

Þau fara yfir notkun samfélagsmiðla eins og Instagram, Tiktok og Snapchat svo dæmi séu tekin og ræða um tækifæri og áskoranir sem tengjast samskiptum á slíkum miðlum. Þau ræða sérstaklega um kynferðislega áreitni og stafrænt kynferðisofbeldi.

Í gegnum fræðsluna sýna þau myndir og skjáskot sem unglingar hafa sent þeim, ræða reynslusögur ungs fólk og reynslu úr starfi með unglingum.
Þau hafa farið með fræðsluna inn í fjölmargar félagsmiðstöðvar, grunnskóla, menntaskólahópa, foreldrahópa og starfsmannahópa.

Að fræðslunni standa MÍ, Grunnskólinn á Ísafirði og foreldrafélag Grunnskóla Bolungarvíkur.

https://www.facebook.com/fokkyoufokkme

Er hægt að bæta efnið á síðunni?