BAHNS og helicopter í Tjöruhúsinu

Skrá nýjan viðburð


Dagana 17 og 18 janúar næstkomandi skjóta fatamerkin BAHNS og helicopter upp kollinum í Tjöruhúsinu á Ísafirði.
BAHNS er "slowfashion" fatamerki sem sérhæfir sig í ullarpeysum og sundfatnaði en fyrsta peysa merkisins, James Cook, unisex peysa hönnuð fyrir öll kyn og allan aldur, vann til Hönnunarverðlauna Íslands á dögunum fyrir jákvæð samfélagsleg áhrif sem góð hönnun getur haft á samfélög.
Helicopter er concept fatahönnunarmerki þar sem ímyndunarafl hönnuðarins fær að leika lausum hala. Hughrif núverandi fatalínunnar frá helicopter koma frá merkingum póstsendinga frá seinustu öld en það sem kveikti neistann voru PAR AVION límmiðarnir sem við þekkjum flest svo vel.
Helga Lilja, hönnuður og eigandi merkjanna beggja verður á svæðinu og hlakkar til að taka á móti ykkur og spjalla.
Freyðandi veigar í boði.
Opið föstudag 16-19.30 og laugardag 12.30 - 16.00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?