Afmælissýning í MÍ

Skrá nýjan viðburð


Í tilefni af 50 ára útskriftarafmælis Menntaskólans á Ísafirði bjóðum við öll velkomin í heimsókn í skólann þar sem m.a. verður hægt að njóta sprett-upp sýningar í Gryfjunni, nemendasvæði skólans.

Á sýningunni verður lögð áhersla á dulda námskrá skólans og því verður nemendamenningin í fyrirrúmi, við fengum til liðs við okkur fimm fyrrverandi útskriftarárganga ásamt stjörnum núverandi útskriftar.

Sýningin verður opin frá klukkan 17:00 til 20:00.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Viðburður á Facebook

Er hægt að bæta efnið á síðunni?