Á Ljúflingshól

Skrá nýjan viðburð


Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanó – tónleikar í Hömrum sunnudaginn 28. apríl kl. 17.

Stöllurnar Hallveig Rúnarsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir dýfa sér í laug íslenskrar leikhústónlistar í tónleikaröðinni Á Ljúflingshól á ferðum sínum um landið í ár.
Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði þann 28. apríl næstkomandi kl 17.

Miðaverð er 3000 krónur og má kaupa miða við inngang eða á tix.is: https://tix.is/.../17284/a-ljuflingshol-login-ur-leikhusinu/

 

Á tónleikunum verður farið vítt og breitt um íslenska leikhústónlistarsögu og flutt lög eftir mörg af okkar ástælustu leikhústónlistarhöfundum, svo sem Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson og bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni.
Hallveig og Hrönn þarf vart að kynna, þær hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarna áratugi.
 
 
Er hægt að bæta efnið á síðunni?