Bæjarstjórn - 189. fundur - 3. nóvember 2005

Fjarverandi aðalfulltrúar: Ragnheiður Hákonardóttir í h. st. Áslaug Jensdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir í h. st. Björn Davíðsson.


Dagskrá:I. Fundargerðir bæjarráðs 24/10. og 31/10.


II. Fundargerð félagsmálanefndar 18/10.


III . Fundargerðfræðslunefndar 25/10.


IV. Fundargerð hafnarstjórnar 18/10.


V. Fundargerð menningarmálanefndar 25/10.


VI. Fundargerð starfshóps um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 26/10.


VII. Fundargerð starfshóps um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 27/10.


VIII. Fundargerð umhverfisnefndar 26/10.I. Bæjarráð.Til máls tóku: Guðni G. Jóhannesson, Björn Davíðsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Lárus G. Valdimarsson, Svanlaug Guðnadóttir, Birna Lárusdóttir, forseti og Ingi Þór Ágústsson.Fundargerðin 24/10. 453. fundur.


1. liður. Tillaga Lárusar G. Valdimarssonar samþykkt 9-0 með þeirri breytingu að við bætist í lok tillögunnar ,,reynist það fyrir hendi".


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.Fundargerðin 31/10. 454. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.II. Félagsmálanefnd.
Fundargerðin 18/10. 260. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.III. Fræðslunefnd.Til máls tóku: Lárus G. Valdimarsson, Björn Davíðsson og Svanlaug Guðnadóttir.Fundargerðin 25/10. 227. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.IV. Hafnarstjórn.Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Lárus G. Valdimarsson, Björn Davíðsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Guðni G. Jóhannesson.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 6. lið 107. fundargerðar hafnarstjórnar:


?Á grundvelli tillagna að rammaskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Ísafirði, samþykkir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að selja ekki dráttarbrautina á Suðurtanga?.Fundargerðin 18/10. 107. fundur.


6. liður. Tillaga borin fram af Birnu Lárusdóttur, forseta, samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.V. Menningarmálanefnd.
Fundargerðin 25/10. 117. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.VI. Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.Til máls tóku: Lárus G. Valdimarsson, Guðni G. Jóhannesson, Björn Davíðsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Fundargerðin 26/10. 3. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.VII. Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði.
Fundargerðin 27/10. 9. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.VIII. Umhverfisnefnd.Til máls tóku: Lárus G. Valdimarsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Fundargerðin 26/10. 220. fundur.


1. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 7-0.


Áslaug Jensdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.


2. liður. Afgreiðsla umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


Svanlaug Guðnadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.


3. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


Guðni G. Jóhannesson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.


4. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 20:20.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Guðni G. Jóhannesson. Svanlaug Guðnadóttir.


Áslaug Jensdóttir. Ingi Þór Ágústsson.


Lárus G. Valdimarsson. Björn Davíðsson.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?