Umhverfisnefnd

220. fundur

220. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn miðvikudaginn 26. október 2005 og hófst kl.08:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Björgmundur Örn Guðmundsson, Jón S. Hjartarson, Þorbjörn J. Sveinsson, Jóhann B. Helgason og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð.

1. Tangagata 26, Ísafirði. - Bílskúrsbygging (2005-07-0018).

Tekin fyrir að nýju umsókn Þórðar Eysteinssonar, um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni að Tangagötu 26, Ísafirði. Umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu á síðast fundi en fól byggingarfulltrúa að ræða við Þórð Eysteinsson í samræmi við umræður á fundinum.
Þórður hefur fallist á að bílskúrinn nái jafnlangt fram að Tangagötu og bílskúrinn að Tangagötu 24, en verði 1,3 metrum frá lóðmörkum að Sundstræti 41 og að bílskúrinn verði 5 metrar á breidd í stað 4 metra.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið svo breitt verði samþykkt.

2. Hafnarstræti 19, Ísafirði - umsókn um byggingarleyfi (2005-10-0060).

Lögð fram umsókn Sigurjóns Kr. Sigurjónssonar, dags. 24. október 2005, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 2ja hæða verslunar og íbúðahús að Hafnarstræti 19, Ísafirði, skv. teikningu frá Teiknistofunni 11mávum, dags. 21. október 2005.

Björgmundur Örn Guðmundsson lét bóka hjásetu við afgreiðslu þessa máls.

Umhverfisnefnd getur fallist á framkomnar teikningar af húsinu að því tilskyldu sorpgeymslu verði fundinn staður innan hússins eða við suðaustur gafl hússins.

3. Sundstræti 36, Ísafirði – breyting á húsnæði (2005-10-0016).

Teknar fyrir að nýju bygginganefndarteikningar af breytingum að Sundstræti 36, Ísafirði, sem gera ráð fyrir að breyta húsinu þannig að í því verði 27 íbúðir og bílageymslur, sbr. 219. fund umhverfisnefndar. Auglýsingaferli vegna skipulagsbreytinga á reitnum er lokið og var engin athugasemd gerð. Deiliskipulagið telst því samþykkt.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

4. Sundstræti 45, Ísafirði - breyting á aðalskipulagi (2005-10-0058).

Lagt fram bréf, dags. 21. október 2005, frá Tækniþjónustu Vestfjarða, f.h. Aðlögunar ehf, þar sem óskað er að aðalskipulagi vegna lóðarinnar að Sundstræti 45 verði breytt í íbúðar/þjónustusvæði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúða/þjónustusvæði, enda standi umsækjandi straum af öllum kostnaði vegna þessarar breytingar.

5. Samráðsfundur um skipulagsmál (2005-10-0050).

Lagt fram bréf, dags. 18. október 2005, frá Skipulagsstofnun þar sem boðað er til samráðsfundar Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál sem haldinn verður mánudaginn 31. október n.k. á Hótel Sögu.

Formaður umhverfisnefndar, bæjartæknifræðingur og skipulagsfulltrúi munu sækja fundinn.

6. Ársfundur náttúrverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 2005 (2005-10-0068).

Lagt fram bréf, dags. 21. október 2005, frá Umhverfisstofnun þar sem boðað er til fundar náttúruverndanefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður fimmtudaginn 17. nóvember n.k. að Kjarvalsstöum.

Umhverfisnefnd samþykkir að Sæmundur Kr. Þorvaldsson sæki fundinn.

7. Seljaland í Álftafirði - skipulag sumarhúsabyggðar (2005-03-0012).

Lagt fram bréf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 12. október 2005, þar sem gerð er grein fyrir skipulagsvinnu og skiptingu kostnaðar vegna skipulags sumarhúsabyggðar á jörðinni Seljalandi í Álftafirði. Í bréfinu óskar bæjarstjóri eftir að umhverfisnefnd/tæknideild taki við máli og geri ráð fyrir kostnaði vegna skipulagsvinnu í fjárhagsáætlun næsta árs.

Umhverfisnefnd vísar erindinu til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar.

8. Afgreiðsla byggingarfulltrúa.

9. Önnur mál.

Fyrirspurn um erindi Fjarðarnets hf um slökkvitækjaþjónustu á Ísafirði. Málið rætt, en verður tekið upp á næsta fundi umhverfisnefndar

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:40.

Kristján Kristjánsson, formaður.

Björgmundur Ö. Guðmundsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Magdalena Sigurðardóttir. Jón S. Hjartarson

Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri. Jóhann B. Helgason,   bæjartæknifræðingur.

Stefán Brynjólfsson,byggingarfulltrúi.