Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði.

9. fundur

Fundur starfshóps um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði var haldinn fimmtudaginn 27. október 2005 kl. 13:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Fundarritari: Stefán Brynjólfsson.
Mættir eru: Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs, Birna Lárusdóttir, Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafnarstjórnar, og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.

  1. 2005-09-0076.

Lagt fram bréf, dags. 29. september 2005, frá Skeljungi hf, þar sem óskað er heimildar Ísafjarðarbæjar til að setja upp sjálfsafgreiðslu fyrir olíur á lóðinni að Sindragötu 15. Um er að ræða staðsetningu á suðvesturhorni lóðarinnar.

Nefndarmenn benda á að fyrir liggur umsókn um lóð fyrir eldsneytissölu á hafnarsvæðinu.
Bæjarstjórn féllst á sínum tíma á þá umsókn en frestaði endanlegri úthlutun þar sem þá stóð fyrir dyrum að endurskoða deiliskipulag á hafnarsvæðinu.
Í fyrirliggjandi rammaskipulagi af hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir einni bensínstöð.
Stýrihópurinn gerir ekki athugasemd við að sett verði niður eldsneytissala á lóðinni að Sindragötu 15 að því gefnu að fyrir liggi hvort og hvaða áhrif slík stöð hafi á nærliggjandi lóðir.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 14:45

 

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafnarstjórnar. Birna Lárusdóttir

Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi. Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur