Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði

3. fundur.

 

Miðvikudaginn 26. október 2005 kl. 14.00 kom starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði saman í fundarherbergi Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga M. Sigurjónsdóttir, Jón Fanndal Þórðarson, Kolbrún Sverrisdóttir, Kristjana Sigurðardóttir form. félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar og Ingibjörg María Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þröstur Óskarsson boðaði forföll.

Þetta var gert:

1. Nýir fulltrúar.

Lagt fram bréf til Inga Þórs Ágústssonar, dagsett 21. október s.l. þar sem hann er til nefndur í starfshópinn í stað Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Einnig kynnt að í stað Guðna Geirs Jóhannessonar er Svanlaug Guðnadóttir tilnefnd. Nýir fulltrúar boðnir velkomnir. Svanlaug Guðnadóttir samþykkt samhljóða formaður.

2. Erindisbréf og eldri fundargerðir

Einnig lagt fram erindisbréf starfshópsins og farið yfir hlutverk hans skv. því. Lagðar fram fundargerði frá 1. og 2. fundi hópsins.

3. Öryggisíbúðir.

Rætt um skilgreiningar á Öryggisíbúðum. Starfsmanni falið að afla upplýsinga um kostnað íbúa í öryggisíbúðum og nánari skilgreiningu á öryggisíbúðum fyrir næsta fund. Einnig að afla upplýsinga um hvernig staðið er að málum á Eskifirði og Fáskrúðsfirði.

4. Þjónustudeild

Farið yfir hlutverk þjónustudeildar. Starfshópurinn felur starfsmanni að afla gagna um kostnað við breytingar á 8 einstaklingsíbúðum í samræmi við minnispunkta sem lágu fyrir fundinum. Einnig að afla upplýsinga um kostnað íbúa eftir því hvort einstaklingur búi í almennri íbúð skv. gjaldskrá Ísafjarðarbæjar í samanburði við nýtt fyrirkomulag í samræmi við minnispunkta.

5. Framtíðin

Lögð fram spá um mannfjöldaþróun á norðanverðum Vestfjörðum. Farið yfir fjölda aldraðra og stöðu varðandi þjónustuþörf á næstu árum.

Velt upp hvort eigi að byggja hjúkrunarheimili eða ekki eins og hlutverk starfshópsins er að gera. Mat hópsins er að gera þarf almennt mat á stöðu aldraðra til að sýna fram á væntanlega þjónustuþörf. Formaður hefur samband við matsaðila á vegum heilbrigðisráðuneytis.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:55

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.

Ingi Þór Ágústsson. Jón Fanndal Þórðarson.

Helga M. Sigurjónsdóttir. Kolbrún Sverrisdóttir.

Kristjana Sigurðardóttir. Halldór Halldórsson.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir