Bæjarstjórn - 193. fundur - 5. janúar 2006

 

Í upphafi fundar lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram svar við fyrirspurn Lárusar G. Valdimarssonar, bæjarfulltrúa, frá 192. fundi bæjarstjórnar, varðandi mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði. Svarið er dagsett 5. janúar 2006.

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Birna Lárusdóttir í h. st. Elías Guðmundsson.

 


Dagskrá:

 

I. Fundargerðir bæjarráðs 19/12.05. og 2/1.06.


II. Fundargerð almannavarnanefndar 27/12.05.


III. Fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 15/12.05.


IV. Fundargerð hafnarstjórnar 15/12.05.


V. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 14/12.05.


VI. Fundargerð landbúnaðarnefndar 29/12.05.


VII. Fundargerðir menningarmálanefndar 13/12. og 27/12.05.



I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Lárus G. Valdimarsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Ragnheiður Hákonardóttir, Ingi Þór Ágústsson og Elías Guðmundsson.

 

Svanlaug Guðnadóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta við fundargerðir bæjarráðs, sem og bókun við fundargerð:


Tillaga við 462. fundargerð bæjarráðs 1. lið. Fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. ,,Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu nefndarinnar um breytingar á 2. hæð í Sundhöll og um kaup á tveimur færanlegum kennslustofum."


Tillaga við 463. fundargerð bæjarráðs 2. lið. ,,Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu bæjarráðs til umsagnar í umhverfisnefnd og hafnarstjórn áður en ákvörðun verður tekin varðandi olíubirgðastöð. "


Tillaga að bókun við 8. lið 462. fundargerðar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með þá ákvörðun dómsmálaráðherra að Vestfirðir verði eitt lögregluumdæmi og að verkefnum verði fjölgað hjá sýslumannsembættum í tengslum við breytinguna. "

 

Lárus G. Valdimarsson lagði fram svohljóðandi tillögu S-lista við 2. lið 463. fundar bæjarráðs:


,,Undirritaðir bæjarfulltrúar óska eftir faglegri úttekt á staðsetningu olíubirgðastöðvar við enda Sundabakka, við umfjöllun umhverfisnefndar og hafnarstjórnar um málið." Undirritað af Lárusi G. Valdimarssyni og Bryndísi G. Friðgeirsdóttur.

 

Lárus G. Valdimarsson lagði fram svohljóðandi bókun S-lista við 2. lið 463. fundar bæjarráðs:


,,Fögnum þeirri ákvörðun meirihluta að óska eftir faglegri umfjöllun umhverfisnefndar og hafnarstjórnar, áður en endanleg ákvörðun verður tekin í bæjarstjórn, um framtíðar staðsetningu olíubirgðastöðvar. Vonandi er þetta vísbending um jákvæða hugarfarsbreytingu meirihlutans." Undirritað af Lárusi G. Valdimarssyni og Bryndísi G. Friðgeirsdóttur.

 


Fundargerðin 19/12.05. 462. fundur.


1. liður. Fundargerðir nefnda.


Fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 11. fundur.


1. liður. Tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 8-0.


2. liður. Tillaga forseta um vísan tillögu til byggingarnefndar aftur til nefndarinnar samþykkt 8-0.


8. liður. Tillaga meirihluta að bókun samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 2/1.06. 463. fundur.


1. liður. Fundargerðir nefnda.


Fundargerð landbúnaðarnefndar 70. fundur.


1. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


2. liður. Tillaga meirihluta samþykkt 9-0.


2. liður. Tillaga S-lista samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



II. Almannavarnanefnd.



Fundargerðin 27/12. 59. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.

 

 

Til máls tók: Lárus G. Valdimarsson.


Fundargerðin 15/12. 11. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



IV. Hafnarstjórn.

 

 

Til máls tók: Lárus G. Valdimarsson.


Fundargerðin 15/12. 110. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Íþrótta- og tómstundanefnd.

 

 

Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Fundargerðin 14/12. 54. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VI. Landbúnaðarnefnd.

 

 

Til máls tóku: Lárus G. Valdimarsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.


Fundargerðin 29/12. 70. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VII. Menningarmálanefnd.

 

 

Til máls tóku: Guðni G. Jóhannesson og Magnús Reynir Guðmundsson.


Fundargerðin 13/12. 118. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 27/12. 119. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 21:21.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Svanlaug Guðnadóttir, forseti.

 

Guðni G. Jóhannesson. Ragnheiður Hákonardóttir.

 

Ingi Þór Ágústsson. Elías Guðmundsson.

 

Lárus G. Valdimarsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

 

Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?