Landbúnaðarnefnd

70. fundur

Árið 2005, þann 29. desember kl. 14:00 kom landbúnaðarnefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á Þingeyri.
Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.

Þetta var gert:

1. Umsóknir um leyfi til frístundarbúskapar.

Farið yfir innkomnar umsóknir um leyfi til frístundarbúskapar. Eftirfarandi umsóknir bárust:

Dýrafjörður:
Ásta Sigurðardóttir Brekkugötu 24 470 Þingeyri
Ástvaldur M. Jónsson Brekkugötu 38 470 Þingeyri
Guðmundur Ingvarsson Vallargötu 33 470 Þingeyri
Guðlaug Rögnvaldsdóttir Brekkugötu 52 470 Þingeyri
Guðrún S. Bjarnadóttir Dýrhóli 470 Þingeyri
Jónína Kristín Sigurðardóttir Hlíðargötu 42 470 Þingeyri
Magnús Sigurðsson Fjarðargötu 40 470 Þingeyri
Sigurður Fr. Jónsson Brekkugötu 42 470 Þingeyri
Sigurði M Magnússon Brekkugötu 28 470 Þingeyri
Sigrún Sigurðardóttir Brekkugötu 32 470 Þingeyri
Sigþór Gunnarsson Fjarðargötu 40 470 Þingeyri

Súgandafjörður:
Burkni Dómaldsson Túngötu 15 430 Suðureyri
Guðmundur Karvel Pálsson Hlíðarvegi 12 430 Suðureyri
Hálfdán Guðröðarson Aðalgötu 34 430 Suðureyri
Ævar Einarsson Hlíðarvegur 4 430 Suðureyri

Hnífsdalur:
Sigríður Jónsdóttir Fjarðarstræti 2 400 Ísafjörður

Ísafjörður:
Gunnar Þór Gunnarsson Góuholti 4 400 Ísafjörður
Stefán Hagalín Ragúelsson Brautarholti 400 Ísafjörður

Landbúnaðarnefnd leggur til að öllum ofantöldum umsækjendum verði veitt umbeðin leyfi til frístundabúfjárhalds í Ísafjarðarbæ og noti það beitarland sem þeir vísa til á grundvelli þeirra reglna sem settar hafa verið.

2. Bréf Ásvaldar Magnússonar um fjárrétt í Tröð, Önundarfirði. 2004-11-0009.

Í bréfinu dags. 18. des. 2005 spyr Ásvaldur um hvort til standi að vinna að framkvæmdum við fjárréttina í Tröð eins og gert hafi verið ráð fyrir við síðustu fjárhagsáætlunargerð.
Nefndinni hafði borist tölvubréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðing, þar sem hann fer yfir stöðu mála.

Nefndin harmar þær tafir sem orðið hafa á verkinu og væntir þess að verkinu verði lokið fyrir næstu göngur.

3. Önnur mál.

Rætt um fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2006. Nefndin harmar að hafa ekki fengið að koma að gerð áætlunarinnar og lýsir óánægju sinni með hvernig staðið var að málum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15

Guðmundur Steinþórsson, formaður.

Ari Sigurjónsson. Jón Jens Kristjánsson.

Þórir Örn Guðmundsson, ritari.