Hafnarstjórn

110. fundur

Árið 2005, fimmtudaginn 15. desember kl. 12:00 var haldin fundur í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar á hafnarvoginni á Flateyri.
Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Þórisson, Sigurður Hafberg, Jóhann Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.

Þetta var gert.

1. Hafnsögubáturinn Þytur 1191.

Lögð fram tvö tilboð sem hafa borist í hafnsögubátinn Þyt. Annað frá Skipaþjónustu Íslands ehf., upp á kr. 700.000.- og hitt frá Jakobi Ragnarssyni fyrir hönd Sigurðar Péturssonar á Grænlandi upp á kr. 1.000.000.-

Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við hæstbjóðanda og felur hafnarstjóra að ganga frá málinu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.

Sigurður Þórisson. SigurðurHafberg.

Jóhann Bjarnason. Kristján Andri Guðjónsson.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.