Sundlaugar

Ísafjarðarbær rekur fjórar sundlaugar í sveitarfélaginu; Þingeyrarlaug, Flateyrarlaug, Suðureyrarlaug og Sundhöll Ísafjarðar. Suðureyrarlaug nýtir heitavatnsuppsprettu í nágrenninu og er þess vegna eina utanhússlaugin í sveitarfélaginu, en heitar vaðlaugar eru einnig utanhúss við Flateyrarlaug.

Verð í laugarnar má finna í gjaldskrá skóla- og tómastundasviðs, en sú stefna hefur verið mörkuð að hafa árskort í laugarnar sem ódýrust til að hvetja íbúa til auknar hreyfingar. Árskortin gilda einnig í Bolungarvíkurlaug.

Sundlaugar í Ísafjarðarbæ:

Þingeyrarlaug

Þingeyrarlaug er nýjasta sundlaug sveitarfélagsins, byggð árið 1995. Í sama húsi er íþróttasalur, gufubað og líkamsrækt.

Símanúmer: 450 8470

Opnunartímar

Upplýsingar um verð má finna í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.

Flateyrarlaug

Sundlaug, nuddpottur og gufubað innanhúss, en nýjar heitar vaðlaugar eru utanhúss. Sambyggt íþróttahús og þreksalur.

Símanúmer: 450 8460

Opnunartímar

Upplýsingar um verð má finna í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.

Suðureyrarlaug

Suðureyrarlaug er eina útilaug sveitarfélagsins. Þar er sundlaug, tveir pottar, vaðlaug, líkamsrækt og sambyggt íþróttahús sem tengir saman sundlaugina og grunnskólann.

Símanúmer: 450 8490

Opnunartímar

Upplýsingar um verð má finna í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.

Sundhöll Ísafjarðar

Sundhöll Ísafjarðar er elsta laug bæjarins, byggð strax eftir seinna stríð. Í sama húsi er lítill íþróttasalur, en aðal íþróttahús Ísafjarðar er á Torfnesi.

Símanúmer: 450 8480

Opnunartímar

Upplýsingar um verð má finna í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.

Karlasauna á mán., mið., fös. og lau. og kvennasauna á þri., fim. og sun.

Var efnið á síðunni hjálplegt?