Sundhöllin á Ísafirði áfram lokuð
07.01.2026
Fréttir
Nú er orðið ljóst að Sundhöllin á Ísafirði verður lokuð alla vega fram í apríl, á meðan framkvæmdir standa yfir. Skipta þarf um dælubúnað, laga loftræstingu og bæta við neyðarútgangi.
Sundkennsla við Grunnskólann á Ísafirði fellur niður á meðan en þar munu nemendur fara í útivist í stað sunds.
Tengdar fréttir: