Sundhöll Ísafjarðar

Sundhöll Ísafjarðar er elsta laug bæjarins, 16 metra innilaug byggð strax eftir seinna stríð. Við laugina er einn heitur pottur og kalt kar.
Í sama húsi er lítill íþróttasalur, en aðal íþróttahús Ísafjarðar er á Torfnesi.
Símanúmer: 450 8480
Opnunartímar
Vetraropnun, frá 23. ágúst:
Mánudagur: 7-8 og 16-21
Þriðjudagur: 7-8 og 16-21
Miðvikudagur: 7-8 og 16-21
Fimmtudagur: 7-8 og 18-21
Föstudagur: 7-8 og 16-21
Laugardagur: 10-17
Sunnudagur: 10-17
Sumaropnun, frá 4. júní
Virkir dagar: 10-21
Helgar: 10-17
Sánabað:
Aðgangur að sánabaðinu í Sundhöll Ísafjarðar er takmarkaður við annan búningsklefann og er sá klefi því karla- og kvennaklefi til skiptis. Skipulag aðgangs að sánabaðinu er svona:
Kvennaklefi
þriðjudagar
fimmtudagar
sunnudagar
föstudagar í vikum með sléttri tölu (t.d. vika 2, 4, 6 o.s.frv.)
Karlaklefi
mánudagar
miðvikudagar
laugardagar
föstudagar í oddavikum (t.d. vika 1, 3, 5 o.s.frv.)
Vikunúmerum má fletta upp á www.vikunúmer.is.