Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
963. fundur 13. febrúar 2017 kl. 08:05 - 09:52 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sjómannaverkfallið 2017 - 2017020023

Almennar umræður um sjómannaverkfallið og áhrif þess í sveitarfélaginu.
Bæjarráð skorar á deiluaðila í sjómannaverkfallinu að sýna ábyrgð og ljúka samningum sem allra fyrst, enda er tjón vegna deilunnar orðið umtalsvert og fer hratt vaxandi.

2.Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040

Kynnt er umsögn frá 189. fundi hafnarstjórnar á drögum að erindisbréfi fyrir starfshóp um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin. Hafdís Gunnarsdóttir og Daníel Jakobsson lýsa vonbrigðum með það hversu langan tíma gerð erindisbréfsins hefur tekið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréfið.

3.Skrúður, þjónustuhús. - 2017010006

Gísli Halldór Halldórson, bæjarstjóri, kynnir mögulega ályktun bæjarráðs vegna samkomulags um svokallað verndarsvæði umhverfis garðinn Skrúð.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ályktun:
"Ísafjarðarbær er eigandi Skrúðs í Dýrafirði, landnúmer 140992, en menntamálaráðuneytið, vegna Héraðsskólans á Núpi, afhenti Ísafjarðarbæ garðinn til fullrar eignar með samkomulagi, dags. 5. nóvember 1997. Landeigendur Núps höfðu áður gefið Héraðsskólanum á Núpi Skrúð.

Á Skrúð er þinglýst kvöð (skjal nr. 418-F-000415/1994), en um er að ræða samkomulag um svokallað verndarsvæði umhverfis garðinn Skrúð, sem þáverandi landeigendur jarðarinnar Núps (140975), og framkvæmdanefnd Skrúðs, gerðu þann 12. júní 1994 og þinglýst var þann 16. júní 1994.

Með makaskiptasamningi landeigenda Núps og menntamálaráðuneytisins, vegna Héraðsskólans á Núpi, dags. 12. janúar 2006, fékk Héraðsskólinn (140979) til eignar umrætt verndarsvæði, þ.e. "land umhverfis Skrúð, 170 x 260 m [...] samtals um 41.593 m² að frádregnum Skrúðsreitnum [...]." Í samningnum var ekki getið um aðrar kvaðir en umferðarrétt landeigenda Núps um vegslóða samhliða verndarsvæðinu.

Ísafjarðarbær, núverandi eigandi Skrúðs, og Ríkiseignir, vegna Héraðsskólans á Núpi, núverandi eigandi umrædds verndarsvæðis, eru sammála um að fyrrgreint samkomulag, dags. 12. júní 1994, sem þinglýst var á landnúmer Skrúðs (140992) þann 16. júní 1994, sé nú niður fallið.

Með vísan til framangreinds samþykkir bæjarráð að framangreindri kvöð á Skrúði (skjal nr. 418-F-000415/1994) verði aflýst.

Er Andra Árnasyni hrl. falið að hlutast til um að fá kvöð þessari aflýst af eigninni í samræmi við framangreint."

4.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Lagður fram tölvupóstur Runólfs Ágústssonar, f.h. fjárhagsráðs verkefnis um lýðháskóla á Flateyri, dagsettur 6. febrúar sl. Fjárhagsráðið óskar eftir fundi með Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, þar sem ætlunin er að kynna verkefnið um lýðháskóla á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.
Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn kl. 8:35.

5.Styrkbeiðni frá SFÍ - 2017010047

Kynnt eru drög að viðauka vegna styrkbeiðni Hólmfríðar Völu Svavarsdóttur, f.h. SFÍ, dags. 20. desember sl., vegna Unglingameistaramóts Íslands sem haldið verður á Ísafirði 23.-26. mars 2017. Á 962. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í verkefnið og bæjarstjóra falið að gera drög að viðauka til að mæta styrk upp á kr. 1.000.000,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Daníel Jakobsson kom aftur til fundarins kl. 8:38.

6.Frístundarúta til Bolungarvíkur - 2017010051

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. febrúar sl., vegna samnings milli Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar vegna frístundarútu milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar sem ætluð er börnum og unglingum yngri en 18 ára vegna þátttöku þeirra í skipulögðu tómstundastarfi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og samning vegna frístundarútunnar milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykkjar.

7.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Lagt fram bréf Sigurðar Jóns Björnssonar og Laufeyjar L. Sigurðardóttur, f.h. Íbúðalánasjóðs, ódagsett en móttekið 9. febrúar sl., þar sem óskað er eftir frekari gögnum með umsókn Ísafjarðarbæjar um stofnframlag vegna byggingar íbúða við Sindragötu 4a, Ísafirði.

Jafnframt er kynnt tillaga Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. febrúar sl., um tillögu að greiðslu stofnframlags sveitarfélagsins til byggingarinnar.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ályktun:
"Bæjarráð samþykkir að stofnframlag Ísafjarðarbæjar, til byggingar 11 íbúða við Sindragötu 4a, verði lóðaverð og önnur opinber gjöld, útlagður kostnaður framkvæmdaaðila vegna byggingarinnar sem áætlaður er 3% og hreint fjárframlag. Enn fremur setur Ísafjarðarbær þau skilyrði fyrir stofnframlaginu að það verði endurgreitt þegar önnur fjármögnun hefur verið greidd."

8.Nýtingaráætlun Arnarfjarðar - fiskeldismál - 2017020052

Lagður fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsettur 8. febrúar sl., til Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Í ljósi þeirra umsókna sem fram hafa komið um fiskeldisleyfi utan svæða samþykktra í nýtingaráætlun Arnarfjarðar, og sum þeirra meira að segja þegar samþykkt, óskar bæjarstjóri eftir því að Fjórðungssambandið hlutist til um þau viðbrögð sem nauðsynleg eru samkvæmt orðalagi nýtingaráætlunarinnar. Slík viðbrögð þurfa að eiga sér stað eins fljótt og mögulegt er.
Lagt fram til kynningar.

9.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018

Lagður fram tölvupóstur Hinriks Greipssonar, f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettur 8. febrúar sl. Lagt er til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar taki aftur til afgreiðslu tillögu bæjarstjóra að sérreglum um byggðakvóta í Ísafjarðarbæ, fiskveiðiárið 2016/2017, vegna mistaka í fundarritun, sem nauðsynlegt er að leiðrétta svo útreikningur byggðakvóta verði réttur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sérreglur um byggðakvóta í Ísafjarðarbæ fiskveiðiárið 2016/2017 verði samþykktar að nýju þannig að skýrt komi fram að aðeins verði gerð breyting frá fyrra ári á 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Breytingin sé sú að fyrst skuli úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skuli skipta jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira, í þorskígildum talið, sem landað var innan byggðalagsins á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.

10.Staða Menntaskólans á Ísafirði - 2017020051

Lagt fram til kynningar afrit af tölvupósti Jónu Benediktsdóttur, formanns skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 9. febrúar. Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, eru einnig skrifaðir fyrir póstinum, sem sendur er til þingmanna Norðvesturkjördæmis. Bréfritarar hafa þungar áhyggjur af stöðu mála við Menntaskólann á Ísafirði og óska liðsinnis þingmanna við að sjá til þess að skólinn geti haldið stöðu sinni sem einn af burðarásum í samfélaginu á norðanverðum Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017 - hvatning til sveitarfélaga og skóla - 2017020044

Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 7. febrúar sl. þar sem kynnt er Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017. Á mótinu gefst grunnskólanemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttu framboði iðn- og verknáms á framhaldsskólastigi, sjá nemendur á viðkomandi námssviðum spreyta sig á ólíkum verkefnum auk þess að fá sjálfir að reyna sig við ýmsar verklegar æfingar.
Verkiðn sér um skipulagningu og framkvæmd viðburðarins í samstarfi við fagfélög iðn- og verkgreina og framhaldsskóla og býður sveitarfélögum og skólum styrki til þess að koma nemendum á staðinn með rútum.
Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Ívars Más Ottasonar, f.h. innanríkisráðuneytis, dagsettur 7. febrúar sl., þar sem athygli er vakin á því að drög að reglugerð um útlendingamál hafa verið birt á vef ráðuneytisins. Hægt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 19. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059

Á 189. fundi sínum lagði hafnarstjórn til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðanda í verkið Mávagarður Viðlegustöpull yrði tekið.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og óskar eftir að viðauki verði gerður og lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

14.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 8. febrúar sl., ásamt fundargerð 3. fundar samráðsvettvangs sveitarfélaga á Vestfjörðum, sem haldinn var 25. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 7. febrúar sl., ásamt fundargerðum stjórnar Fjórðungssambands frá 14. desember og 25. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Félagsmálanefnd - 415 - 1702008F

Fundargerð 415. fundar félagsmálanefndar sem haldin var 7. febrúar sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

17.Íþrótta- og tómstundanefnd - 175 - 1702007F

Fundargerð 175. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 8. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra að ljúka drögum að uppbyggingasamningum og leggja fyrir bæjarráð.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 175 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði samningar við þau þrjú félög um þau fjögur samningsdrög sem fyrir fundinum lágu. Upphæð í hvert verkefni verði kr. 3.000.000.

18.Hafnarstjórn - 189 - 1702006F

Fundargerð 189. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 7. febrúar sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera sameiginlega umsögn fyrir Ísafjarðarbæ um tillögu að matsáætlun um 7.600 tonna framleiðsluaukningu í laxeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.
  • Hafnarstjórn - 189 Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
  • Hafnarstjórn - 189 Hafnarstjórn fagnar auknum umsvifum fiskeldisfyrirtækja á svæðinu sem treysta tekjustofna hafnarinnar, en getur ekki fallist á að eldiskvíar verði staðsettar á því svæði út af Arnarnesi (Skutulsfirði) sem lagt er til í erindi þessu vegna þess að staðsetning eldiskvía á þessu svæði skerðir aðkomu stærri skipa að fjarðarmynni Skutulsfjarðar og þrengir athafnasvæði skipa. Hér er aðallega átt við skemmtiferðaskip, flutningaskip og stærri olíuskip. Hafnarstjórn leggur til að umrætt svæði verði fært lengd sína til suðausturs þannig að norðvestur mörk svæðisins sé í línu við Kirkjubólshlíð svo að það megi koma í veg fyrir truflun á innsiglingu til Skutulsfjarðar. Nú þegar eru eldiskvíar á Skutulsfirði sem gera stærri skipum erfitt fyrir á Akkerislagi vegna minna athafnarýmis og ekki verður við það unað að skerða aðkomu að siglingaleið meira en orðið er.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 471 - 1701018F

Fundargerð 471. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. febrúar sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 471 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi tillögu og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 471 Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir bókun hafnarstjórnar frá fundi nr. 189 þann 07.02.2017 þar sem eftirfarandi kemur fram; "Hafnarstjórn getur ekki fallist á að eldiskvíar verði staðsettar á því svæði út af Arnarnesi (Skutulsfirði) sem lagt er til í erindi þessu vegna þess að staðsetning eldiskvía á þessu svæði skerðir aðkomu stærri skipa að fjarðarmynni Skutulsfjarðar og þrengir athafnasvæði skipa"
    Nefndin ítrekar enn og aftur að afleitt sé að enga stefnumörkun stjórnvalda sé að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar á landinu. Óheppilegt er að veita leyfi þar sem burðarþol Ísafjarðardjúps liggur ekki fyrir og samlegðaráhrif eldis á svæðinu gagnvart lífríkinu eru ekki ljós. Því verður að telja það forgangsatriði að klára rannsóknir á burðarþoli Ísafjarðardjúps. Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og er það mjög miður að ríkisvaldið hafi ekki séð ástæðu til að samsvarandi vinna fari fram á strandsvæði Ísafjarðardjúps, því í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta. Skipulags og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu. Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar einnig þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu og hafi með því heimild til gjaldtöku af þeim aðilum sem nýta svæðið.
    Nefndin gerir að öðru leiti ekki athugasemd við framkomna tillögu að matsáætlun.

Fundi slitið - kl. 09:52.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?