Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
189. fundur 07. febrúar 2017 kl. 12:00 - 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059

Fyrir fundinum liggur framkvæmdaleyfi útgefið af byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar ásamt niðurstöðu útboðs á framkvæmdinni Stuðpúði Mávagarður. Tvö tilboð bárust frá Geirnaglanum á Ísafirði, 69.952.915 krónur, og frá Ísar ehf. Kópavogi, 46.248.516 krónur, en áætlun hönnuða er 46.723.650 krónur.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

2.Stöðuleyfisumsókn Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Lögð er fram umsókn, ódags., frá Arctic Sea Farm um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús starfsmanna er vinna á bátum fyrirtækisins á höfninni á Þingeyri.
Hafnarstjórn samþykkir umsóknina og felur hafnarstjóra að vera í sambandi við umsækjanda um nánari útfærslu.

3.Bryggjupláss fyrir farþegabátinn Sægrím ÍS 38 - 2017010024

Á 958. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Ragnars Ágústs Kristinssonar f.h. útgerðar Sægríms ÍS 38, dagsett 5. janúar sl., þar sem óskað er eftir aðstöðu til að taka um borð farþega, helst á svæðinu frá Sundabakka að trébryggjunni í Sundahöfn.
Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.
Nefndin felur hafnarstjóra að vera í sambandi við umsækjanda. Nefndin leggur til að bátnum verði fundinn staður við Ólsen-bryggju þar sem María Júlía stendur nú. Hafnarstjóra er falið að rita bréf til stjórnar Byggðasafns Vestfjarða og óska eftir viðræðum um framtíðarlegupláss fyrir Maríu Júlíu.

4.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2016 - 2013060031

Lagðar eru fram fundargerðir 390. og 391. fundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

5.Árs samantektir hafnarstjóra - 2017020026

Fyrir fundinum liggur minnisblað hafnarstjóra varðandi umsvif ársins 2016.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um staðsetningu sölubáss á Sundahöfn - 2017020025

Fyrir fundinum liggur erindi frá Bernharði Guðmundssyni, dags. 10. janúar sl., þar sem hann óskar eftir að fá úthlutað stað fyrir lítinn sölubás við aðgönguhlið farþegaskipa á Sundabakka.
Hafnarstjórn samþykkir erindið og felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara.

7.Deiliskipulag-Suðurtangi - 2016060017

Fyrir fundinum liggja frumdrög að breyttu deiluskipulagi á Suðurtanga að teknu tilliti til stækkunar Sundabakka og landgerðar á Suðurtanga.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fara þess á leit við hafnarmálasvið Vegagerðarinnar að gert verði kostnaðarmat á lengingu hafnarkants og uppfyllingu á svæðinu.

8.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Á 961. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Hólmfríðar Bjarnadóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 23. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun um 7.600 tonna framleiðsluaukningu á laxeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 8. febrúar. Bæjarráð vísaði beiðninni til skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn fagnar auknum umsvifum fiskeldisfyrirtækja á svæðinu sem treysta tekjustofna hafnarinnar, en getur ekki fallist á að eldiskvíar verði staðsettar á því svæði út af Arnarnesi (Skutulsfirði) sem lagt er til í erindi þessu vegna þess að staðsetning eldiskvía á þessu svæði skerðir aðkomu stærri skipa að fjarðarmynni Skutulsfjarðar og þrengir athafnasvæði skipa. Hér er aðallega átt við skemmtiferðaskip, flutningaskip og stærri olíuskip. Hafnarstjórn leggur til að umrætt svæði verði fært lengd sína til suðausturs þannig að norðvestur mörk svæðisins sé í línu við Kirkjubólshlíð svo að það megi koma í veg fyrir truflun á innsiglingu til Skutulsfjarðar. Nú þegar eru eldiskvíar á Skutulsfirði sem gera stærri skipum erfitt fyrir á Akkerislagi vegna minna athafnarýmis og ekki verður við það unað að skerða aðkomu að siglingaleið meira en orðið er.

9.Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040

Á 960. fundi bæjarráðs var óskað eftir umsögn frá hafnarstjórn um drög að erindisbréfi fyrir framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa. Þegar umsögn hefur borist verður erindisbréfið lagt fram að nýju á fundi bæjarráðs.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin. Hafdís Gunnarsdóttir og Daníel Jakobsson lýsa vonbrigðum með það hversu langan tíma gerð erindisbréfsins hefur tekið.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?