Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1343. fundur 13. október 2025 kl. 08:10 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 - 2025050025

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra drög í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir bæjarráð til afgreiðslu.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:10

2.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2026 - 2025100061

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 10. október 2025, varðandi samantekt um fasteignagjöld og fasteignamat ársins 2026 til samanburðar við fyrri ár.

Lagt er til við bæjarráð að ákvarða fasteignaskattshlutfall og lóðarleigu fyrir 2026.
Bæjarráð samþykkir að við áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026 veri gengið út frá óbreyttu hlutfalli fasteignaskatts, og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram út frá því. Málið skal lagt aftur fram til samþykktar síðar í fjárhagsáætlunarferlinu.

3.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Lagðar fram til samþykktar gjaldskrá um félagslegt húsnæði, ásamt minnisblaði Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 8. október 2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá um félagslegt húsnæði, svo og þær tillögur sem fram koma í minnisblaði um verklag við breytingu gjaldskrár.

Lagt er til að almenn hækkun á leiguverði félagslegar íbúða verði 20% og verð per m2 fari úr 1767 kr. í 2120 kr. per m2 miðað við vísitölu 1. október 2025 sem þá er 657,6 og taki hún svo vísitöluhækkun frá þeim tíma.
Ekki er lögð til nein breyting á leiguverði þjónustuíbúða aldraðra önnur en almenn vísitöluhækkun samkvæmt samningum.
Lagt er til að farið verði að 37. gr. húsaleigulaga nr. 36 frá 1994 þar sem segir að þegar meira en 12 mánuðir séu liðnir frá gildistöku leigusamnings getur leigusali farið fram á hækkun leigufjárhæðar.
Þessi vinna þarf að vera gerð í mikilli samvinnu velferðarsviðs og Fasteigna Ísafjarðarbæjar.
Samhliða framkvæmi velferðarsvið félagslegt mat á aðstæðum leigjenda skv. reglum Ísafjarðarbæjar um félagslegt leiguhúsnæði. Þeim yrði sagt upp sem ekki uppfylla skilyrði reglnanna.

4.Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028

Lögð fram fyrstu drög að framkvæmdaáætlun 2026-2036.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra drög í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl. 9:48.

5.Þjónustustefna 2023-2026 - 2022110084

Lögð fram til fyrri umræðu Þjónustustefna Ísafjarðarbæjar 2026-2029.
Bæjarráð vísar Þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar 2026-2029 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Á 1341. fundi bæjarráðs, þann 29. september 2025, var lagt fram erindi úr Samráðsgátt, mál nr. S-180/2025, frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Umsagnarfrestur er til 13. október 2025. Bæjarráð fól bæjarstjóra að forma umsögn og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

Málið var tekið aftur fyrir á 1342. fundi bæjarráðs, þann 6. október 2025, með fjarfundi og kynningu innviðaráðuneytisins á frumvarpinu, og bæjarstjóra falið að móta umsögn samkvæmt umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.

Er málið nú lagt fram á nýjan leik ásamt drögum að umsögn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra umsögn Ísafjarðarbæjar í samræmi við umræður á fundinum og skila í Samráðsgátt.

7.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir 2025 - úthlutun 2026 - 2025100056

Lagt fram erindi Steinunnar Ásu Sigurðardóttur, verkefnastjóra Vestfjarðastofu, dags. 10. október 2025, þar sem bent er á að búið er að opna fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2026. Vakin er sérstök athygli á því að verkefni sem eru í gildandi áfangastaðaáætlun, fá sérstaka stigagjöf til viðbótar annarri stigagjöf. Umsóknarfrestur rennur út 4. nóvember 2025.
Bæjarráð ræðir tillögur að verkefnum og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð um miðjan október.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, deildarstjóri - mæting: 10:10

8.Beiðni um umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 20252026 - 2025100058

Lagt fram erindi frá Hverfisráði Dýrafjarðar, dags. 9. október 2025, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær sæki um styrk í Framkvæmasjóð ferðamannastaða til uppbyggingar útivistarsvæðis í kringum Sandafell á Þingeyri, þ.e. göngu- og hjólastígs.
Bæjarráð vísar tillögunni til vinnu við Áfangastaðaáætlunar og gerð umsókna um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Eyþór yfirgaf fund kl. 10:15.

9.Farsældarráð Vestfjarða - 2025090182

Lagt fram erindi Ernu Leu Bergsteinsdóttur, verkefnastjóra farsældarráðs Vestfjarða, dags. 9. október 2025, varðandi tillögur að samningi, skipuriti og starfsreglum farsældarráðs Vestfjarða, en tillögurnar byggja á niðurstöðu undirbúningshópsins sem sveitarfélögin skipuðu og vann í september 2025, en einnig hafa tillögurnar farið fyrir félagsmála-, velferðar- og fræðslustjóra á Vestfjörðum.
Tillögurnar þarfnast samþykkis bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar tillögur að samningi, skipuriti og starfsreglum farsældarráðs Vestfjarða.

10.Sólmyrkvi 2026 - 2025100057

Lagt fram erindi Sölva R. Guðmundssonar, verkefnastjóra Vestfjarðastofu, dags. 10. október 2025, þar sem óskað er tilnefningar starfsmanns sem tengiliðs í vinnuhóps sem mun samræma undirbúning vegna sólmyrkva á Vestfjörðum. Hópurinn mun fjalla um hagnýta þætti eins og upplýsingamiðlun, dagskrár, öryggi og söfnunarstaði, og tryggja góða samvinnu milli sveitarfélaga.
Bæjarráð tilnefnir Tinnu Ólafsdóttur sem tengilið Ísafjarðarbæjar í vinnuhóp um sólmyrkva 2026.

11.Byggðaáætlun - endurskoðun og aðgerðaráætlun 2022-2036 - 2025100020

Lagt fram erindi Sigríðar Elínar Þórðardóttur, forstöðumanns þróunarsviðs Byggðastofnunar, dags. 26. september 2025, þar sem kynnt er samráð um endurskoðun Byggðaáætlunar 2022-2036, auk aðgerðaáætlunar.

Innviðaráðherra skal leggja fram á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Lagt fram til kynningar.

12.Minningarstund vegna 30 ára frá snjóflóðinu á Flateyri - 2025100060

Lögð fram til kynningar auglýsing Hverfisráðsins í Önundarfirði um minningarstund á Flateyri vegna 30 ára frá snjóflóðinu sem féll á Flateyri 26. október 1995.

Haldin verður minningarstund í Flateyrarkirkju kl. 15 og að minningarstund lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti í Samkomuhúsinu.
Bæjarfulltrúar og íbúar eru hvattir til að mæta til minningarstundarinnar.

13.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2025. - 2025020184

Lögð fram til kynningar fundargerð 153. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða, en sérstaklega er vakin athygli á bókun nefndarinnar um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits, þ.e. flutningur á eftirlitsverkefnum til Umhverfis- og orkustofnunar og Matvælastofnunar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

14.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2025 - 2025020011

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 71. og 72. stjórnarfundar Vestfjarðarstofu og Fjórðungssambands Vestfjarða sem haldnir voru 27. ágúst og 24. september 2025. Jafnframt er lögð fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfjarða sem haldin var 19. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.

15.Menningarmálanefnd - 178 - 2510005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 178. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 8. október 2025.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Menningarmálanefnd - 178 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála og samþykkir tillögur sviðsstjóra samkvæmt minnisblaði um einföldum verklags vegna stjórnsýslu menningarstyrkja.
  • 15.3 2019060003 17. júní hátíðahöld
    Menningarmálanefnd - 178 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að bjóða út að nýju verksamning um umsjón og framkvæmd hátíðahalda á vegum Ísafjarðarbæjar, árshátíðar og starfsmannadags árin 2026-2028, og leggja til að útboð gæti verið annars vegar vegna Skíðaviku, 17. júní skemmtunar og jólatendrana, og hins vegar vegna Skíðaviku, 17. júní skemmtunar, jólatendrana, árshátíðar og starfsmannadags.
  • Menningarmálanefnd - 178 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að endurnýja samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins til næstu 3 ára, en núgildandi samningur rennur út í lok árs 2025. Þá leggur nefndin til að fjárhæð samningsins hækki úr kr. 1.750.000 í kr. 2.000.000 árlega.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 660 - 2510003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 660. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. október 2025.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 660 Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar framkvæmdaáætlun 2026-2035 til samþykktar í bæjarstjórn.

17.Stjórn Fasteigna Ísafjarðarbæjar - 108 - 2509017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 108. fundar stjórnar Fasteigna Ísafjarðarbæjar, en fundur var haldinn 29. september 2025.
Lagt fram til kynningar.

18.Velferðarnefnd - 493 - 2509010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 493. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 2. október 2025.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Velferðarnefnd - 493 Í ljósi breytinga á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 liggur fyrir að fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins muni hækka umtalsvert, enda áhrifanna farið að gæta nú þegar. Til þess að bregðast við stöðunni leggur velferðarnefnd áherslu á að úrræði sem nýtast fólki til virkni á vinnumarkaði og í úrræðum sem auka vinnufærni séu unnin í samvinnu við fagfólk. Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki samningsdrögin. Kostnaður vegna úrræðisins getur að hámarki orðið kr. 7.200.000,- á samningstímanum.
  • 18.2 2025050026 Gjaldskrár 2026
    Velferðarnefnd - 493 Velferðarnefnd þakkar greinargott minnisblað og leggur til að farið verði að tillögu B um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja 2026 og gjaldskráin uppfærð samkvæmt því.
  • Velferðarnefnd - 493 Velferðarnefnd fagnar framkomnum tillögum til breytinga á reglum og gjaldskrá sem hún telur vera til einföldunar fyrir bæjarbúa og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja breytingarnar.
  • Velferðarnefnd - 493 Velferðarnefnd telur breytingarnar vera til úrbóta og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja breytingarnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?