Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Bæjarlistamaður 2025 - 2025090042
Lögð fram vinnugögn vegna útnefningar bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2025, en 59 tilnefning barst um 12 mismunandi listamenn.
Menningarmálanefnd tók ákvörðun um útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2025. Stefnt er að því að útnefning fari fram á Veturnóttum 2025.
2.Skilmálar vegna úthlutunar styrkja til menningarmála og uppfærsla reglna - 2025100025
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 7. október 2025, varðandi tillögu að breyttri stjórnsýslu menningarstyrkja.
Meðfylgjandi tillaga að breytingum á reglum, nýjir skilmálar og nýtt form af greinargerð.
Meðfylgjandi tillaga að breytingum á reglum, nýjir skilmálar og nýtt form af greinargerð.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála og samþykkir tillögur sviðsstjóra samkvæmt minnisblaði um einföldum verklags vegna stjórnsýslu menningarstyrkja.
3.17. júní hátíðahöld - 2019060003
Á 177. fundi menningarmálanefndar, þann 15. september 2025, var lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 12. september 2025, varðandi framkvæmd 17. júní hátíðahalda á árinu 2026.
Jafnframt lagður fram til kynningar núgildandi verkefnasamningur við körfuknattleiksdeild Vestra sem er með verkefnasamning sem er í endurskoðun, varðandi fyrirkomulag hátíðahaldanna til framtíðar, auk núgildandi samnings við Viðburðastofu Vestfjarða, með gildistíma út árið 2025, vegna framkvæmdar hátíðarhaldanna, auk annarra viðburða sveitarfélagsins.
Menningarmálanefnd ræddi verkefni næsta árs og hugmyndir að því að gera veg og vanda hátíða Ísafjarðarbæjar sem mestan, en afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.
Er málið nú lagt fram til afgreiðslu á nýjan leik.
Jafnframt lagður fram til kynningar núgildandi verkefnasamningur við körfuknattleiksdeild Vestra sem er með verkefnasamning sem er í endurskoðun, varðandi fyrirkomulag hátíðahaldanna til framtíðar, auk núgildandi samnings við Viðburðastofu Vestfjarða, með gildistíma út árið 2025, vegna framkvæmdar hátíðarhaldanna, auk annarra viðburða sveitarfélagsins.
Menningarmálanefnd ræddi verkefni næsta árs og hugmyndir að því að gera veg og vanda hátíða Ísafjarðarbæjar sem mestan, en afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.
Er málið nú lagt fram til afgreiðslu á nýjan leik.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að bjóða út að nýju verksamning um umsjón og framkvæmd hátíðahalda á vegum Ísafjarðarbæjar, árshátíðar og starfsmannadags árin 2026-2028, og leggja til að útboð gæti verið annars vegar vegna Skíðaviku, 17. júní skemmtunar og jólatendrana, og hins vegar vegna Skíðaviku, 17. júní skemmtunar, jólatendrana, árshátíðar og starfsmannadags.
4.Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047
Lagt fram erindi Elfars Loga og Marsibil, f.h. Komedíuleikhússins, dags. 29. september 2025, en óskað er endurnýjunar á samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins til næstu 3 ára, en núgildandi samningur rennur út í lok árs 2025.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að endurnýja samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins til næstu 3 ára, en núgildandi samningur rennur út í lok árs 2025. Þá leggur nefndin til að fjárhæð samningsins hækki úr kr. 1.750.000 í kr. 2.000.000 árlega.
5.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ - 2018110044
Lagt fram til samþykktar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 7. október 2025, þar sem dagsetningar og fyrirkomulag tendrunar jólaljósa á jólatrjám í Ísafjarðarbæ árið 2025 er kynnt fyrir nefndinni.
Tillögur að dagsetningum eru:
22. nóvember, laugardagur: Þingeyri
23. nóvember, sunnudagur: Flateyri
29. nóvember, laugardagur: Ísafjörður
30. nóvember, sunnudagur: Suðureyri
Tillögur að dagsetningum eru:
22. nóvember, laugardagur: Þingeyri
23. nóvember, sunnudagur: Flateyri
29. nóvember, laugardagur: Ísafjörður
30. nóvember, sunnudagur: Suðureyri
Menningarmálanefnd samþykkir dagsetningar jólaljóstendrana árið 2025.
6.Ársskýrsla Byggðasafns Vestfjarða 2024 - 2025100024
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2024, dags. 1. maí 2025, unnin af Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?