Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Starfsendurhæfing Vestfjarða 2025 - 2025080089
Starfsendurhæfing Vestfjarða (SEV) hefur óskað eftir samvinnu við Ísafjarðarbæ um þjónustu við einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingarúrræðum. Lögð fram drög að samningi á milli Ísafjarðarbæjar og SEV. Harpa Lind Kristjánsdóttir, forstöðumaður SEV, mætt til viðræðna við nefndina. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs í formi mánaðarlegs fjárframlags sem nýtist til virkniúrræða sem efla vinnufærni einstaklinga.
Í ljósi breytinga á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 liggur fyrir að fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins muni hækka umtalsvert, enda áhrifanna farið að gæta nú þegar. Til þess að bregðast við stöðunni leggur velferðarnefnd áherslu á að úrræði sem nýtast fólki til virkni á vinnumarkaði og í úrræðum sem auka vinnufærni séu unnin í samvinnu við fagfólk. Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki samningsdrögin. Kostnaður vegna úrræðisins getur að hámarki orðið kr. 7.200.000,- á samningstímanum.
Harpa Lind Kristjánsdóttir forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vestfjarða yfirgaf fund klukkan: 15:30
Gestir
- Harpa Lind Kristjánsdóttir - mæting: 14:30
2.Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra dagsett 21. september 2025 um reglur um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja 2026.
Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra dagsett þann 09. september 2025 um gjaldskrá Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram gjaldskrá Ísafjarðarbæjar 3. umræða.
Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra dagsett þann 09. september 2025 um gjaldskrá Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram gjaldskrá Ísafjarðarbæjar 3. umræða.
Velferðarnefnd þakkar greinargott minnisblað og leggur til að farið verði að tillögu B um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja 2026 og gjaldskráin uppfærð samkvæmt því.
3.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2024 - endurskoðun á tekjuviðmiðum fyrir 2025 - 2024100024
Lagðar fram tillögur með fylgiskjölum að breytingum á upphæðum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og að þær verði eftirleiðis birtar í gjaldskrá velferðarsviðs.
Velferðarnefnd fagnar framkomnum tillögum til breytinga á reglum og gjaldskrá sem hún telur vera til einföldunar fyrir bæjarbúa og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja breytingarnar.
4.Endurskoðun reglna um heimaþjónustu - 2023020071
Lagðar fram tillögur með fylgiskjölum að breytingum á upphæðum í reglum um stuðningsþjónustu Ísafjarðarbæjar og að þær verði eftirleiðis birtar í gjaldskrá velferðarsviðs.
Velferðarnefnd telur breytingarnar vera til úrbóta og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja breytingarnar.
5.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja. - 2025090183
Lagðar fram tillögur með fylgiskjölum að breytingum á upphæðum í reglum um afslátt af fasteignagjöldum og að þær verði eftirleiðis birtar í gjaldskrá velferðarsviðs.
Velferðarnefnd frestar umfjöllun um málið og felur starfsmanni að gera breytingar samkvæmt umræðum á fundinum með vísan til breytinga á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007. Breytingarnar lúta að mestu að endurhæfingarlífeyri og örorkumálum.
6.Viðhaldsáætlun 2026 - 2025050029
Lögð fram viðhaldsáætlun verkefna velferðarnefndar fyrir árið 2026.
Málinu frestað og velferðarnefnd óskar eftir frekari gögnum.
7.Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028
Lögð fram framkvæmdaáætlun verkefna velferðarnefndar fyrir árin 2026-2036.
Málinu frestað og velferðarnefnd óskar eftir frekari gögnum.
8.Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025030036
Lagt fram minnisblað Hörpu Stefánsdóttur deildarstjóra í félagsþjónustu með samantekt á niðurstöðum hópavinnu málþingsins sem var þann 10. september 2025.
Lagðir fram lýðheilsuvísar Ísafjarðarbæjar 2025 og lýðheilsuvísar Vestfjarða 2025.
Lagðir fram lýðheilsuvísar Ísafjarðarbæjar 2025 og lýðheilsuvísar Vestfjarða 2025.
Velferðarnefnd frestar málinu til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 17:14.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?